„Galatía“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
MystBot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Fjarlægi: hu:Galatia
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: hu:Galatia, rw:Galatiya
Lína 30: Lína 30:
[[fr:Galatie]]
[[fr:Galatie]]
[[he:גלטיה]]
[[he:גלטיה]]
[[hu:Galatia]]
[[it:Galazia]]
[[it:Galazia]]
[[ja:ガラティア]]
[[ja:ガラティア]]
Lína 41: Lína 42:
[[ro:Galatia]]
[[ro:Galatia]]
[[ru:Галатия]]
[[ru:Галатия]]
[[rw:Galatiya]]
[[sh:Galatija]]
[[sh:Galatija]]
[[sk:Galatia]]
[[sk:Galatia]]

Útgáfa síðunnar 25. janúar 2011 kl. 04:11

Kort sem sýnir rómversku nýlenduna Galatíu.

Galatía hin forna var svæði á hálendinu á miðjum Anatólíuskaganum þar sem nú er Tyrkland. Í norðri átti Galatía landamæri að Biþyníu og Paflagóníu, í austri að Pontus, í suðri að Lýkaóníu og Kappadókíu og í vestri að leifunum að Frýgíu sem Gallar höfðu lagt undir sig að hluta.

Galatía var svo nefnd eftir gallverskum ættflokki frá Þrakíu sem lögðu svæðið undir sig á 3. öld f.Kr.. Íbúar þar voru blanda af Göllum og Grikkjum. Galatar voru upphaflega hluti af þjóðflutningum Kelta sem réðust inn í Makedóníu undir stjórn gallverska höfðingjans Brennusar annars. Hann réðist inn í Grikkland árið 281 f.Kr. og klofningshópur úr liði hans fór gegnum Þrakíu 279 f.Kr. og kom til Litlu-Asíu 278-277 f.Kr.

Galatía var gerð af rómversku skattlandi af Ágústusi keisara árið 25 f.Kr.

Galatar töluðu enn keltneska málið galatísku á tímum Híerónýmusar kirkjuföður (d. 430).