„Hjálp:Að skrifa nýja grein“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:
Leiðbeiningarnar er viljandi hafðar stuttar. Allt sem er (eða verður gjarnan) flókið á ekki heima hér.
Leiðbeiningarnar er viljandi hafðar stuttar. Allt sem er (eða verður gjarnan) flókið á ekki heima hér.
Neðst eru svo tenglar yfir í ítarlegri leiðbeiningar.
Neðst eru svo tenglar yfir í ítarlegri leiðbeiningar.
Mér fynnst þú sætust í öllum heiminum! :)-->
-->
Það er auðvelt að skrifa nýja Wikipediu-grein sjálf(ur), því það er nefnilega hægt að gera sómasamlega grein þó maður nýti aðeins örlítið brot af þeim skipunum sem Wikipedia-kerfið gefur kost á.
Það er auðvelt að skrifa nýja Wikipediu-grein sjálf(ur), því það er nefnilega hægt að gera sómasamlega grein þó maður nýti aðeins örlítið brot af þeim skipunum sem Wikipedia-kerfið gefur kost á.



Útgáfa síðunnar 18. október 2010 kl. 14:53

Það er auðvelt að skrifa nýja Wikipediu-grein sjálf(ur), því það er nefnilega hægt að gera sómasamlega grein þó maður nýti aðeins örlítið brot af þeim skipunum sem Wikipedia-kerfið gefur kost á.

Áður en þú byrjar ættir þú samt að íhuga hvort efnið eigi erindi hingað og að sannreyna að greinin sé raunverulega ekki þegar til undir öðru heiti. Auk þess að heiti greinarinnar (þ.e.a.s. orðið sem þú leitaðir að) sé heppilegt sem titill greinar, t.d. lýsandi um viðfangsefnið og í nefnifalli eintölu.

Neðst á þessari síðu er bent á nokkrar greinar til viðbótar sem fjalla um þessi atriði.

Innihaldið

Sjálft meginmálið sem fjallar um efnið er auðvitað það sem skiptir mestu máli. Það skiptist upp í eina eða fleiri efnisgreinar (paragraphs). halló :) Efnisgrein hefst á venjulegum texta lengst til vinstri í innsláttarboxinu.

Til að hefja nýja efnisgrein (paragraph) notar þú tvö enter í röð. Einvörðungu eitt enter hefur engin áhrif á hvernig efnisgrein birtist.

Dæmi:

Fyrsta efnisgrein. Greinin fjallar um eitthvað sem þú hefur vit á.
Önnur efnisgrein. Beint framhald
þessarar seinni efnisgreinar. O.s.frv.

Því næst notar þú hnappinn Forskoða til að sjá hvernig til tókst, og svo loks hnappinn Vista þegar þú ert sátt(ur) við útlit síðunnar.

Oft er þetta allt og sumt sem þarf í upphafi. Wikipedia er samvinnuverkefni, þannig að þegar fram líða stundir munu aðrir líklega lagfæra greinina til að nýta betur kostina sem standa til boða.

Útlit og virkni

Þú getur líka sett inn skipanir sem stjórna hvernig innihaldið mun birtast eða sem stjórna vissri virkni. Nokkrar gagnlegar og einfaldar skipanir eru:

  • Að skipta grein upp í kafla.
  • Að leggja áherslur á orð.
  • Upptalning atriða eða punkta (eins og þessir).
  • Að nota innri tengla til að vísa yfir í aðrar greinar.
  • Að merkja greinina sem stubb til að benda öðrum notendum á hana.

Kaflaheiti fara í eigin línu, með tvö samasem-merki (þ.e. == ) lengst til vinstri, því næst heitið, því næst aftur tvö samasem-merki. Greinar hefjast yfirleitt á yfirliti, án kaflaheitis.

Þú getur lagt áherslu á eitt eða fleiri orð með því að setja tvær eða þrjár uppikommur ( ' ) hverja sínu megin við orðin. Tvær uppikommur ( '' ) hvorum megin orðs (t.d. ''svona'' ) skáletrar orðið en þrjár uppikommur hvorum megin orðs (t.d. '''svona''' ) feitletrar orðið.

Í upptalningu hefst hver punktur á nýrri línu, með stjörnu ( * ) lengst til vinstri og síðan viðkomandi texta. Atriðinu lýkur við enter.

Tenglar yfir í aðrar greinar eru gefnar til kynna með því að setja tvo hornklofa ( [[ ]] ) utan um orðin sem vísa skal til. Þetta verður reyndar oft svolítið snúnara en þetta, þar eð sjálft heiti (einkenni) hinnar greinarinnar er ekki endilega það sem á að birtast lesendum greinarinnar þinnar. Þetta tvennt má því aðskilja með pípumerki ( | ) innan hornklofanna. En þú getur líka sleppt því að nota tengla ef þér finnst þetta flókið.

Þegar að þú ert búin(n) með nýju greinina, þá ættir þú að gefa greinilega til kynna að aðrir megi fara að vinna í henni. Það gerir þú með því að skrifa skipunina {{stubbur}} neðst í hana en þetta mun birta stutt skilaboð þess efnis.

Dæmi:

Yfirlit eða inngangur.
* Atriði eitt
* Atriði tvö, með '''smá áherslu'''
==Kaflaheiti==
Meginmál nýs kafla.
Og [[tengill]] af einföldustu gerð.
Örlítið [[Flækja | flóknari]] tengill (fyrir greinina Flækja).
{{stubbur}}

Meiri upplýsingar

Þú kemst langt á þessum stuttu leiðbeiningum hérna að að ofan. En Wikipedia hefur marga aðra möguleika og góða kosti sem þú getur svo smám saman kynnt þér í eftirfarandi greinum: