„Hagaskóli“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 82.112.83.243 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 194.144.113.134
Ekkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:
|skólastjóri = Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir
|skólastjóri = Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir
|aðstoðarskólastjóri = Ómar Örn Magnússon
|aðstoðarskólastjóri = Ómar Örn Magnússon
|lærifaðir = Ólafur Kjaran Árnason (aka kjéllinn)
|stofnaður = [[1958]]
|stofnaður = [[1958]]
|nemendafélag = [[Nemendafélag Hagaskóla|NFH]]
|nemendafélag = [[Nemendafélag Hagaskóla|NFH]]

Útgáfa síðunnar 25. apríl 2010 kl. 21:03

Hagaskóli
Stofnaður 1958
Skólastjóri Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir
Aðstoðarskólastjóri Ómar Örn Magnússon
Nemendafélag NFH
Staðsetning Fornhaga 1, 107 Reykjavík
Gælunöfn nemenda Hagskælingar
Heimasíða www.hagaskoli.is

Hagaskóli er grunnskóli í vesturbæ Reykjavíkur. Skólinn tók til starfa í hluta núverandi húsnæðis 1. október 1958. Skólinn er beint framhald skóla þess er nefndist Gagnfræðaskólinn við Hringbraut, og var í leiguhúsnæði að Hringbraut 121. Sá skóli tók til starfa 1. október 1949. Hagaskóli var byggður í áföngum 1956 – 1963. Byggingaframkvæmdir hófust að nýju veturinn 1988 – 1989. Byggð var ný álma meðfram Dunhaga með 7 kennslustofum.

Þröngt hefur verið í skólanum alla tíð. Vesturbærinn byggðist hratt á 6. og 7. áratug aldarinnar og 240 nemenda árgangar gengu í gegn ár eftir ár. Miðbæjarskólinn var lagður niður og skólahverfið stækkaði. Skólinn var tvísetinn og kennt fram undir kvöld. Nemendafjöldi fór yfir 850.

Mikið útfall varð úr hverfinu þegar byggðin teygðist austur á bóginn. Tvísetningu lauk 1976 og varð þá kleift að vinna við eðlilegar aðstæður í Hagaskóla. Skólahverfi Hagaskóla er allur Vesturbærinn, frá flugvelli og Lækjargötu út að Seltjarnarnesi. Auk heimafólks hafa jafnan verið allmargir nemendur utan hverfis í skólanum en verulega hefur verið þrengt að möguleikum nemenda utan Reykjavíkur að sækja skóla hér eftir að grunnskólarnir færðust yfir til sveitarfélaga.

Nemendum fækkaði nokkuð undir aldarlok og komu 170 manns inn í hverjum árgangi. Þeim fjölgar aftur nokkur næstu árin og má vænta þess að um það bil tvö hundruð nýnemar komi í Hagaskóla á hverju ári.

Fjórir skólastjórar hafa leitt starfið í skólanum á þessum árum: Árni Þórðarson 1958 - 1967, Björn Jónsson 1967 – 1994 og Einar Magnússon frá 1994 – 2007 og núverandi skólastjóri Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir 2008.

Skólinn hefur unnið til fjölda verðlauna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.