„Víðinesbardagi“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Víðinesbardagi''' var orrusta sem háð var 9. september árið 1208 í landi jarðarinnar Víðiness í Hjaltadal, rétt hjá biskupssetrinu á [[Hólar...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. ágúst 2009 kl. 22:55

Víðinesbardagi var orrusta sem háð var 9. september árið 1208 í landi jarðarinnar Víðiness í Hjaltadal, rétt hjá biskupssetrinu á Hólum. Kolbeinn Tumason og Guðmundur biskup Arason höfðu átt í hörðum deilum og Kolbeinn kom til Hóla með 400 manna lið ásamt Arnóri bróður sínum og Sigurði Ormssyni Svínfellingi og krafðist þess að fá afhenta menn úr sveit biskups sem hann taldi sig eiga sökótt við. Biskupinn neitaði og þá kom til átaka. Biskupsmenn voru töluvert færri en eftir að Kolbeinn fékk stein í höfuðið og féll hörfuðu aðkomumenn undan.

Fyrir bardagann orti Kolbeinn sálminn ''Heyr, himna smiður'', sem er elsti sálmur sem til er á íslensku.