Fara í innihald

Mánar - Frelsi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 4. september 2007 kl. 08:54 eftir Kfk (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. september 2007 kl. 08:54 eftir Kfk (spjall | framlög) (SG 553 færð á Frelsi)
Frelsi
Bakhlið
SG - 553
FlytjandiMánar
Gefin út1970
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur

Mánar er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Á henni flytja Mánar lögin:

Lagalisti

  1. Þú horfin ert - Lag - texti: Ólafur Þórarinsson - Jónas Friðrik
  2. Frelsi - Lag - texti: Ólafur Þórarinsson - Ómar Ragnarsson - Hljóðdæmi

Textabrot af bakhlið plötuumslags

Hljómsveitin Mánar var stofnuð árið 1965, en nú er aðeins einn eftir af hinum upprunalegu Mánum, þ. e. a. s. Ólafur Þórarinsson, gitarleikari og forsvarsmaður hljómsveitarinnar. Aðrir í Mánum eru Björn bróðir Ólafs, sem leikur á orgel, Smári Kristjánsson, sem leikur á bassa og svo Ragnar Sigurjónsson, sem leikur á trommur. Ragnar lék í nokkur ár með Dumbó-sextett á Akranesi, en hóf að leika með Mánum þegar hann flutti til Selfoss á miðju árinu 1970.

Mánar hafa leikið um allt Suðurlandsundirlendi síðustu árin. Þeir hafa nokkrum sinnum látið til sín heyra á vestur- og norður-landi, en allt of sjaldan í Reykjavík, þvi ekki leikur vafi á, að Mánar eru í röð allra beztu hljómsveita hér á landi. Hljómplata sú, sem þeir senda frá sér nú sannar þau ummœli svo ekki verður um villst. Bœði eru lögin eftir Ólaf, en svo ólik að þau gera plötuna sérstaklega skemmtilega og útsetningar, leikur og söngur Mána er afbragð.