„Sleipnir“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 27. desember 2005 kl. 22:58

Sleipnir var áttfættur hestur Óðins í norrænni goðafræði. Sleipnir fór um á skeiði og er sagður hafa myndað Ásbyrgi, en það er formað eins og hófur.

Fæðing Sleipnis

Eitt sinn þegar Þór var vant við látinn kom risi til Ásgarðs og bauðst til þess að endurbyggja borgarmúrinn. Í laun vildi hann fá sólina, tunglið og Freyju. Loki felur honum verkið í fjarvist Þórs. Til verksins notar risinn stóðhestinn Svaðilfara og vinna þeir hratt og örugglega. Æsirnir verða æfareiðir út í Loka um að vilja launa risanum með sól, mána og Freyju, svo Loki býr sig sem grá hryssa og leiðir stóðhestinn í burtu og fyljar hesturinn Loka í dulargervinu. Þetta þýðir að Sleipnir er sonur Loka og Svaðilfara.