Sóknarprestur
Útlit
Sóknarprestur er prestur sem þjónar afmörkuðu landfræðilegu svæði, prestakalli, með einni eða fleiri sóknum. Sóknarprestar eru opinberir embættismenn sem biskup skipar. Gerður er greinarmunur á sóknarprestum og prestum. Í hverju prestakalli er aðeins einn sóknarprestur. Prestar geta hins vegar verið einn eða fleiri innan prestakalls. Þeir eru skipaðir af biskupi. Ef fleiri prestar starfa innan prestakalls er sóknarprestur þeirra fremstur og ber ábyrgð samkvæmt því.