Fara í innihald

Kavaler

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kavalerar)
Bræðurnir John Stuart og Bernard sem báðir féllu í bardögum við þingsinna á málverki eftir Antoon van Dyck frá 1638.

Kavaler var upphaflega uppnefni á stuðningsmönnum Karls 1. konungs í Ensku borgarastyrjöldinni. Seinna tóku konungssinnar það sjálfir upp. Andstæðingar konungs og stuðningsmenn þingsins voru uppnefndir hnatthöfðar. Kavaler merkir einfaldlega riddari og fékk fljótt á sig aukamerkingu sem vísaði til ríkjandi hirðtísku þess tíma. Staðalmynd kavalersins var maður klæddur íburðamiklum fötum með blúndukrögum, með barðamikinn hatt með fjöður og sítt liðað hár eða slöngulokka. Raunin var samt sú að bæði flestir þingsinnar og flestir konungssinnar voru með hár af svipaðri sídd og klæddust samkvæmt tísku þess tíma.

Heitið var notað fram á síðari hluta 17. aldar þegar hugtakið Torýi tók við sem nafn á stuðningsmönnum konungs.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.