Karl Schütz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Karl Schütz var þýskur rannsóknarlögreglumaður á eftirlaunum sem áður starfaði hjá þýsku alríkislögreglunni(BKA). Hann stýrði rannsókn Geirfinnsmálsins 1976-1977. Talið er að yfirheyrsluaðferðir BKA sem Karl innleiddi við rannsóknina svo sem löng einangrunarvist, vatnspyndingar, lyfjagjafir og dáleiðingar hafi leitt til falskra játninga.

Í svari þýskra stjórnvalda við fyrirspurnum nokkurra þýskra þingmanna kemur fram að Pétur Eggerz óskaði eftir aðstoð BKA við rannsóknir morðmála á Íslandi. BKA taldi ekki heppilegt að hafa beina aðkomu að málinu en benti á Karl sem var nýkominn á eftirlaun og var í kjölfarið samið við hann. Bréfaskipti sýna að íslenska ríkisstjórnin óskaði eftir að réttarmeinarannókn á rannsóknarstofu BKA og var fallist á það.

Karl Schütz beitti svonefndri indíánaaðferð við yfirheyrslur en nafnið vísar til vagnalestar í hring þar sem indjánar eru á þeysireið utan skotlínu. Sólarhringur eða tímaröð atburða var skírskotun til vagnalestahringsins. Ekki var spurt um atriði í tímaröð.[1]

Karl Schütz hélt blaðamannafund um lausn Geirfinnsmáls árið 1977 og taldi sig hafa leyst málið. Hann var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Kafli 17.5.3. Indíánaaðferðin við yfirheyrslur