Fara í innihald

Karl Adolf Verner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Karl Adolf Verner var danskur málfræðingur sem einkum er minnst fyrir að skýra nákvæmar hvenar lokhljóðin urðu rödduð en ekki órödduð með germönsku hljóðfærslunni og er skýringin gjarnar nefnd lögmál Verners eftir honum.

Skýringu þessa setti hann fram í ritgerð sinni á þýsku, „Undantekningin á fyrstu hljóðfærslunni“ árið 1875.

Í sem stystu máli er reglan sú að arftekin víxlandi ie. áherslna hélst enn á hljóðfærsluskeiðinu (fyrstu hljóðbreytingarinnar) og olli því að -p, -k og -t rödduðust í (í rödduðu umhverfi- væntanlega er átt við með þessu að forliggjandi lokhljóð séu mjúk líkt og í bróðir) í innstöðu (með innstöðu og framstöðu er einfaldlega átt við staðsetningu hljóðsins innan orðsins, í miðstöðu merkir þannig t.d. -ð í bróðir), ef áherslan lá ekki á undanfarandi sérhljóði og urðu -g, -ð eða -z. Og á þetta að útskýra hvers vegna brater verður bróðir en ekki bróþir.