Kampýlóbakter
Útlit
Kampýlóbakter | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
|
Kampýlóbakter (latína: Campylobacter) er algengur gerill sem smitar bæði menn og dýr. Margar tegundir eru til en Campylobacter jejuni er algengasta orsök sýkinga í mönnum en mun sjaldgæfari eru Campylobacter coli og Campylobacter lari. Sýkingar hafa oft komið upp í alifuglabúum. Árið 1999 kom upp faraldur á Íslandi sem rakinn var til kampýlóbakter sýkingar í kjúklingum. Meðgöngutími sýkingar er oftast 2-4 dagar en getur verið frá 1-7 sólarhringum.