Köngulóarmaðurinn 3

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Köngulóarmaðurinn 3
Spider-Man 3
LeikstjóriSam Raimi
HandritshöfundurStan Lee
Steve Ditko
Sam Raimi
Ivan Raimi
Alvin Sargent
LeikararTobey Maguire
Kirsten Dunst
James Franco
Thomas Haden Church
Topher Grace
Bryce Dallas Howard
J.K. Simmons
Dylan Baker
Rosemary Harris
DreifiaðiliSenan
Frumsýning4. maí, 2007
Lengd139 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkBannað innan 10 ára
Ráðstöfunarfé$258,000,000
UndanfariKöngulóarmaðurinn 2

Köngulóarmaðurinn 3 (Spider-Man 3) er þriðja myndin um Köngulóarmannin. Handritið var samið stuttu eftir frumsýningu seinni myndarinnar og tökur hófust 2005. Sony Pictures og Marvel framleiða myndina og Enn ný leikstýrir Sam Raimi. Og Tobey Maguire, Kirsten Dunst og James Franco endurleika hlutverk sín og leika á móti nokkrum nýliðum í leikarahópinn þar sem að Thomas Haden Church úr Sideways og Topher Grace, sem lék Eric Foreman í That 70's Show, leika illmennin ásamt Franco. Bryce Dallas Howard bætist við ásamt James Cromwell. Myndin var heimsfrumsýnd í Tókýó 16. apríl 2007 og var ýmist frumsýnd 4. maí 2007 annars staðar í heiminum. Myndin kostaði 258 milljón dollara.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Peter Parker (Tobey Maguire) hefur loksins tekist að koma jafnvægi á tvöfalda líf sitt sem ofurhetjan Köngulóarmaðurinn og sem námsmaðurinn/ljósmyndarinn Peter Parker. Ásamt því að hann er byrjaður með draumastúlkunni Mary Jane Watson (Kirsten Dunst) sem er leik- og söngkona á Broadway. Á leikriti sem Mary Jane leikur í, hittir Peter fyrrum besta vin sinn, Harry Osborn (James Franco), sem komst að leyndarmáli hans í seinni myndinni og kenndi alltaf Köngulóarmanninum um dauða föður síns og hugsar bara um hefnd.

Flint Marko (Thomas Haden Church) tókst að sleppa úr fangelsi til þess að halda áfram að stela peningum til að borga fyrir aðgerð á Penny, veikri dóttur sinni. Hann stoppar örstutt við heima hjá sér til að skipta um föt. Eiginkona hans, Emma, heimtar að hann fari. Hann heldur áfram að stela peningum. Á sama tíma eru Peter og Mary Jane á stefnumóti. Skammt frá hrapar loftsteinn og úr honum brýst út svört slímug vera sem eltir Parker eftir hann og Mary Jane fara.

Peter stoppar við hjá frænku sinni May (Rosemary Harris) og segir henni að hann ætli að kvænast Mary Jane. Hún er stórhrifin og segir honum frá því þegar Ben frændi bað hana að giftast sér og gefur honum trúlofunar hringinn sem hann gaf henni. Eftir að Peter fer frá henni ræðst árasarmaður í hátæknibúnaði og flýgur um á svifbretti. Þetta er Harry sem hefur fetað í fótspor föður síns og orðið Nýi Púkinn. Í bardaga þeirra rotast Harry og er hársbreidd frá dauða og Peter fer með hann á sjúkrahús.

Á sama tíma er Marko að flýja undan lögreglunni og fer inn á tilraunar svæði þar sem hann lendir í eindahraðali fylltur sandi og breytist í lifandi sand sem sem getur breytt um form og myndun. Stuttu seinna vaknar Harry á sjúkrahúsina og hefur hlotið skammtímaminnisleysi og man ekkert eftir andúð sinni á Köngulóarmanninum eða að Peter sé hann.

Næsta dag fær Mary Jane slæma umsögn og látin hætta í leikritinu. Peter sem Köngulóarmaðurinn er mjög vinsæll meðalbærjarbúa og er afhent lyklinum að borginni fyrir að bjarga dóttur lögreglustjórans, Gwen Stacy (Bryce Dallas Howard) sem er einnig bekkjarsystir Peters og þegar Gwen kyssir Köngulóarmanninn verður Mary Jane öfundsjúk. En stuttu seinna rænir Marko brynvarðann bíl en Köngulóarmanninum tekst naumlega að ná peningunum og Marko sleppur.

Nýr hrokafullur ljósmyndari að nafni Edward Brock yngri (Topher Grace) hefur störf á Daily Bugle. J. Jonah Jameson (J.K. Simmons) lætur Parker og Brock keppast um hvor verður fyrstur að ná mynd af Lóa að fremja glæp til þess að fá obinbert starf sem ljósmyndari blaðsins.

Eitt kvöldið býður Peter Mary Jane út að borða á frönskum veitingastað þar sem hann ætlar að biðja hana að giftast sér en allt verður fyrir ekki. Gwen Stacy kemur að þeim og veldur koma hennar því að Mary Jane strunsar út. Seinna um kvöldið er Peter og May boðuð á lögreglustöðina þar sem þeim er sagt að sá sem drap frænda Peters var Flint Marko. Peter með samviskubit fyrir að hafa ekki náð að stöðva Marko áður vakir nær alla nótina að biða eftir tilkynningu um Marko í hans eigin lögreglu talstöð en sofnar. En þá festir svart slímveran sig við Peter og Peter vaknar í miðri borginni í svörtum búningi. Hann finnur að hann sneggri fimari og sterkari.

Peter lætur Dr. Connors (Dylan Baker) greina veruna en hann segist ekki geta gefið honum nákvæmar upplýsingar fyrr en seinna. Connors segir honum að efnið virðist virka eins og sambýlisvera og gæti verið hættulegt. Seinna það kvöld heyrir Peter tilkynningum um sandstorm í nágreni við bankarán og Peter setur á sig svarta búninginn og fer á staðinn. Peter sér að sandurinn hefur farið niður í lestargöng. Brock kemur á staðinn og tekur myndir en Peter eyðileggur myndavélina og eltir Marko. Brock tekur svo myndir með vara myndavél sinni.

Peter og Marko berjast í lestargöngunum og Peter hefur yfirhöndina og skolar Marko burt og verður hann að drullu og telur Peter hann dauðann. Næsta dag heimsækir Mary Jane Harry og borða þau saman og tala saman og kyssast. En Mary Jane sér eftir því og fer. Harry fær þá skyndilega minnið aftur og byrjar að sjá föður sinn (Willem Dafoe) sem biður hann hefna sín með því að láta Peter þjást. Harry hemsækir Mary Jane og hótar að drepa Peter ef hún hætti ekki með honum og gerir hún það. Seinna talar Peter við Harry sem byrjar að sýna samúð en segir síðan að hann og Mary Jane eru byrjuð saman og glottir. Peter skilur að Harry hefur fengið minnið aftur.

Peter mætir Harry sjálfur en með svarta búninginn innan undir fötunum. Þeir berjast og hafna inn á bæli Púkans þar sem Harry kastar graskerssprengja í átt að Peter en Peter kastar henni aftur til Harrys og springur hún við andlit hans. Peter fer að gefa eftir svarta búningum og sýnir á sér eigingjarna hlið. Connors hringir í hann og reynir að vara hann við efninu en Peter hlustar ekki. Peter sér svo að Eddie hefur falsað grein um Köngulóarmanninn að ræna bankann og kemur upp um hann og Eddie er rekinn. Peter er ráðinn sem ljósmyndari fyrir að færa Daily Bugle myndir af svarta Köngulóarmanninum.

Peter ákveður að hefna sín á Mary Jane með að niðurlægja hana á djassklúbbnum sem hún vinnur á. Hann tekur Gwen Stacy með en hún heldur að þetta sé stefnumót. Brock, sem er skotinn í Gwen, sér þau saman og verður enn þá reiðari út í Peter. Á djassklúbbnum efnir Peter til slagsmála og slær óvart Mary Jane. Peter sér nú hvernig búningurinn hefur breytt honum og vill losna við hann.

Peter heldur upp klukkuturn á kirkju einni til að rífa búninginn af sér, en búningurinn leyfir honum það ekki. Peter rekur sig í bjölluna og veikist þá búningurinn við hljóðin sem auðveldar Peter að rífa hann af. Eddie er í sömu kirkjunni að biðja Guð um að drepa Peter en fer svo að kanna lætin í bjöllunni og uppgötvar þá að Peter er Köngulóarmaðurinn. Svarti búningurinn skynjar að Peter er að reyna að losa sig við hann og álítur Peter óvin sinn. Hann lekur svo á Brock og bindir sig við hatur hans á Peter og breytir honum í illmennið Eitur.

Brock sem Eitur leitar uppi Flint Marko, sem lifði af, og fær hann til að koma lið með sér til að drepa Köngulóarmanninn. Saman ræna þeir Mary Jane og halda henni upp i vef á byggingarsvæði og skora Köngulóarmanninn að berjast við sig. Peter fer aftur í gamla búninginn og stoppar við hjá Harry til að biðja hann um að hjálpa sér. Bernard, bryti Harrys, segir honum að Köngulóarmaðurinn drap ekki föður hans. Hann segir honum að þegar hann var hreinsa sá föður hans sá hann þau voru komin af svifdreka hans.

Peter kemur á staðinn og Eddie ræðst að honum með alla krafta Peters og er auk þess ónæmur Köngulóarskynjun hans og miklu sterkari. Marko breytir sér í risastórt sandskrímsli og saman ná þeir að koma Peter niður en Harry kemur á síðust stundu sem Nýi Púkinn til að bjarga vini sínum. Saman berjast þeir við Brock og Marko og bjarga Mary Jane. Harry sigrar Marko með eldvörpu úr svifbretti sínu. Hann hyggst síðan stinga Eddie á hol með brettinu en Eddie fleygir honum af brettinu og ætlar að nota það til að drepa Peter en Harry stekkur fyrir framan Peter og er stunginn í bringuna. Peter man skyndilega að búningurinn er veikur fyrir hljóði og ber saman holum rörum og nær Eddie úr búningnum og kastar síðan einni af graskerssprengjum Harrys til að eyða verunni. En Eddie sem var orðinn svo háður búningnum reynir að binda sig við veruna en þeim er báðum eytt.

Marko lifir en og er kominn í eðlilega stærð og sér Peter án grímunar. Hann segir honum að hann ætlaði aldrei að drepa frænda hans. Hann ætlaði bara að fá bílinn en Ben sagði honum að sleppa byssunni og fara heim. Síðan kom félagi hans (sem Peter mætti í fyrstu myndinni) með peningana og Marko brá og tók óvart í gikkinn. Marko segir að hann biðji hann ekki fyrirgefningu bara um skilning. Peter fyrirgefur honum og Marko hverfur á braut. Peter fer til Harrys. Mary Jane situr hjá honum og halda þau í höndina á honum er hann deyr. Stuttu eftir jarðarför Harrys byrja Peter og Mary Jane aftur saman.