Fara í innihald

Köllunarklettur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Köllunarklettur var klettur við Sundahöfn, við hringtorg Sundagarða. Kletturinn dregur nafn sitt af því að þaðan var kallað eftir bát til frá Viðey. Áður en landfyllingar voru gerðar vegna hafnarinnar, stóð hann fram í sjó. Köllunarklettsvegur heitir eftir honum.

Í febrúar 1949 strandaði olíuskipið Glam við Köllunarklett. Það lá við akkeri í Laugarnesi og var verið að dæla olíu í geyma Olíuverslunar Íslands þar þegar skipið slitnaði upp í ofsaroki og rak til lands og skemmdist. Dráttarbátur frá Hull í Bretlandi var fenginn til að draga skipið til Cardiff en svo fór að skipið slitnaði frá dráttarbátnum og fórst við Reykjanes 28. febrúar 1949. [1]

Áður var talið að kletturinn væri við Vatnagarða, en í ljós hefur komið að hann var líklega norðar, eða þar sem hringtorg Sunnugarða er nú.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Fálkinn, 15. tölublað 17.04.1963 bls. 10
  2. Árni Óla: „Frá Sjávarhólum að Skafti og nokkur örnefni sem nú eru að glatast.“ Lesbók Morgunblaðsins, 18.9.1960, bls. 445-452.

„Hvar var Köllunarklettur?“. Vísindavefurinn.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Reykjavík er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.