Kóróna drottningarinnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bob Moran Nr. 28

Kóróna Drottningarinnar. Golcondu-kórónan er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Bob Moran er ekki af baki dottinn ... Á skemmtiferðaskipi, sem siglir um Indlandshaf kynnist hann ungri stúlku, sem er indversk-evrópsk að uppruna og þar með er Bob kominn í hörkubaráttu við bófaflokk, sem er á hælum ungu stúlkunnar, því hún er erfingi að Golgondu-soldánanna, en um það vissi Bob ekki til að byrja með ... Þau fara til Indlands til þess að ná í arfinn ... En það eru fleiri, sem hafa áhuga á þeim miklu auðæfum, sérstaklega Golcondu-kórónunni, sem er úr skíra gulli og alsett dýrustu gimsteinum ... Bob hélt í fyrstu að þetta um auðæfin væri aðeins þjóðsaga, en hann kemst að raun um annað, þegar keppinautur hans um Golcondu-fjársjóðinn er engin annar en herra Ming, sem Bob kynnist betur síðar undir nafninu Guli skugginn. Þarna hefjast fyrstu kynni þeirra, og Bob bjargar lífi Gula skuggans, sem átti síðar eftir að endurgjalda Bob þá skuld, þótt undarlegt megi virðast ... Sagan er hörkuspennandi frá upphafi til enda, baráttan tvísýn og djörf ... en hetja okkar Bob vinnur þar auðvitað sigur að lokum ... og nær í Golcondu-kórónuna.

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

Bob Moran, Húbert Jason, Sarojini 'Jini' Savadra-Diamond, Herra Ming (Guli skugginn), Clarke, Dhumpa Rai

Sögusvið[breyta | breyta frumkóða]

Colombo, Singalesí - Hyderabad, Phali, Kunwarklaustrið, Dekkan - Indland

Bókfræði[breyta | breyta frumkóða]

  • Titill: Kóróna Drottningarinnar
  • Undirtitill: Drengjasaga um afrek hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: La Couronne de Golconde
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1959
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1975