Kóngakerti
Útlit
Kóngakerti (eða kóngaljós) er þríarma kerti sett í samband við vitringana þrjá og var hér áður fyrr oft steypt um jólin.
Aðferð
[breyta | breyta frumkóða]Þau voru búin til þannig, að tveir ljósgarnsspottar voru hnýttir nokkuð fyrir ofan miðju kertisraks og látnir ganga á ská upp í steypuprikið sitt hvoru megin við miðrakið og síðan var steypt. Mynduðust þá tveir armar út frá meginstofni kertisins.