Fara í innihald

Kíví (fugl)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útbreiðsla tegunda.

Kíví eru ófleygir fuglar sem eru landlægir á Nýja-Sjálandi og eru af ættkvísl Apteryx og ætt Apterygidae. Þeir eru þjóðartákn landsins og eru íbúar þess stundum kallaðir kíví.

Kíví-fuglar eru af stærð kjúklings. Þeir eru yfirleitt varkárir og á ferli á nóttunni. Lyktarskynið er öflugt og eru þeir einu fuglarnir með nasir á enda goggsins. Goggurinn kemur sér vel við öflun fæðu en helsta fæðan er: Lítil dýr og ormar, fræ og ávextir.

Samband para getur varað í 20 ár og er vanalega eitt egg sem orpið er. Egg Kíví-fugla eru stærstu egg fugla samanborið við líkamsstærð. Kívíum stendur ógn af innfluttum rándýrum.

  • Apteryx australis (enska: Southern brown kiwi, tokoeka) - Er á suður- og vesturhluta Suðureyju.
  • A. haasti: (enska: Great spotted kiwi) - Stærstur kíví-fugla. Stofn er um 20.000. Er á norðurhluta Suðureyju,
  • A. owenii: (enska: Little spotted kiwi) - Orðið illa úti vegna rándýra. Stofn um 1350 á Kapiti-eyju við Norðureyju.
  • A. rowi: (enska: Okarito kiwi) - Fyrst viðurkennd tegund árið 1994. Smágerðari en aðrir kívíar. Kvenfuglar geta orðið allt að 3 eggjum. Útbreiðsla bundin við lítið svæði á vesturströnd Suðureyju.
  • A. mantelli: (enska: North Island brown kiwi) - Algengasta tegundin. Er á Norðureyju og er með fjölbreytt búsvæði. Um 35.000.

Fyrirmynd greinarinnar var „Kiwi“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. feb. 2017.