Fara í innihald

Joseph Rosenbaum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Joseph Don Rosenbaum (1984 - 25. ágúst 2020) var bandarískur maður sem var skotinn til bana í Kenosha í Wiscounsin 25. ágúst 2020 við óeirðir. Sama dag og hann var skotinn hafði honum verið sleppt af geðspítala sem hann hafði verið settur á vegna sjálfsmorðstilraunar og mætti hann í óeirðinar þar sem hann ögraði vopnuðum sjálfboðaliðum sem voru að verja fyrirtæki og einnig hjálpaði hann til við að ýta gámi sem hafði verið kveikt í. Einn vopnuðu mannana sem hann ögraði var 17 ára unglingurinn Kyle Rittenhouse, hótaði hann því að drepa hann. Seinna um kvöldið mætti hann Rittenhouse, kastaði að honum plastpoka og elti hann uppi. Eftir að hafa reynt að flýja sneri Rittenhouse sér við og skaut Rosenbaum til bana.


Eftir andlát hans fundu fjölmiðlar sakaskrá hans. Hafði hann setið í fangelsi í 10 ár fyrir að nauðga 5 börnum á aldrinum 9 til 11 ára.