Fara í innihald

José Manuel Reina

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reina byrjaði ferillinn hjá Barcelona og lék fyrir B-lið félagsins 1999-2000. Hann fór snemma að banka á dyr aðalliðsins og lék 30 deildarleiki og 11 leiki í Evrópukeppni tímabilin 2000-2001 og 2001-2002 þar af tvo leiki gegn Liverpool. Hann var í marki er Liverpool háði magnaða baráttu við Barca í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða. Liðin gerðu markalaust jafntefli á heimavelli Barca 5. apríl 2001 en Gary Macca skoraði úr vítaspyrnu framhjá Reina tveimur vikum síðar og tryggði Liverpool sæti í úrslitunum gegn Alaves.

Reina fór til Villareal fyrir 2002-2003 tímabilið og var aðalmarkvörður liðsins þar til hann gekk til liðs við Liverpool. Hann lék 32 deildarleiki á fyrsta tímabili sínu en missti ekki úr deildarleik næstu tvö tímabil eftir það.

Liverpool keypti Reina á sex milljónir punda árið 2005 sem var ekki mikill peningur fyrir jafn góðan og reyndan markmann sem var þá á sínu 23. aldursári. Hann sló strax í gegn hjá Liverpool og hlaut gullhanskann á sínu fyrsta tímabili en þau verðlaun eru veitt þeim markverði sem heldur oftast marki sínu hreinu í deildarleikjum tímabilsins. Hans helsta afrek á því tímabili, 2005-2006, var þegar hann varði þrjár vítaspyrnur frá leikmönnum West Ham United í úrslitaleik FA bikarsins en Liverpool hafði betur eftir vítaspyrnukeppni þar sem hann fór á kostum.

Svipað var upp á teningnum þegar Reina hlaut gullhanskann annað tímabilið í röð, tímabilið 2006-2007, einnig sem að hann fór enn og aftur á kostum í vítaspyrnukeppni þegar hann varði tvær af þremur vítaspyrnum Chelsea-manna í undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Í febrúar mánuði 2008 sló Reina met félagsins í að halda hreinu í fimmtíu skipti en það tókst honum í 92 deildarleikjum, var þremur leikjum fljótari en Markvörðurinn sem sló metið á árunum áður. Það var ekki mikil breyting á verðlaunum hans á því tímabili þar sem hann vann sinn þriðja gullhanska í röð á jafn mörgum tímabilum í Úrvalsdeildinni.

Rétt fyrir byrjun tímabilsins 2008-2009 var hann í Evrópumeistaraliði Spánverja ásamt þremur öðrum leikmönnum Liverpool, þar lék hann einn leik en hann var varamarkvörður landsliðsins og verður í raun að teljast ótrúlegt að Spánn skuli vera með jafn öflugan markvörð á varamannabekknum en það er þó engin skömm enda Spánverjar með marga frábæra markverði í sínum röðum.

Á núliðnu tímabili stóð Reina sig enn og aftur frábærlega á milli stanga liðsins og átti stóran þátt í góðum árangri liðsins á tímabilinu. Aldrei þessu vant tókst honum ekki að hljóta gullhanskann en hann var þó ekki langt frá því en aðeins munaði einum leik á honum og sigurverganum, hann hefði jafnað fjölda leikja án marks og deilt verðlaunagripnum hefði fyrrum samherji hans, Robbie Keane ekki skorað gegn honum í loka leik tímabilsins.

Reina hefur slegið mörg glæsileg markmannsmet hjá Liverpool og það allra nýjasta er þegar hann var fljótasti markvörðurinn í sögu félagsins til að halda hreinu í hundrað leikjum en það tókst honum í mars árið 2009 í sínum 197. leik með Liverpool