Johannes Mathesius
Útlit
Johannes Mathesius (24. júlí 1504 í Rochlitz – 7. október 1565) var þýskur prestur, rithöfundur og sálmaskáld. Johannes (eða Johann) orti vöggusálm sem séra Stefán Ólafsson sneri á íslensku á 17. öld. Hann kynntist siðbótarmanninum Marteini Lúther á námsárum sínum í Wittenberg og snæddi hjá honum reglulega árið 1540. Hann varð prestur í Joachimsthal og þjónaði þar til æviloka.