Johan Tzerclaes Tilly
Útlit
Johan Tzerclaes Tilly (febrúar, 1559 – 30. apríl 1632) var hershöfðingi í her furstans af Bæjaralandi og síðar yfir keisaraher hins Heilaga rómverska ríkis í Þrjátíu ára stríðinu. Hann þótti gætinn hershöfðingi, sérstaklega miðað við hinn unga undirmann sinn, Pappenheim, og hann náði ekki sama árgangri í herförum sínum og helsti keppinautur hans, Albrecht von Wallenstein, yfirhershöfðingi keisarahersins til 1634. Tilly féll í orrustu gegn Gustavi Adolf II þegar sá síðarnefndi fór með her sinn yfir ána Lech.