Fara í innihald

Jenna Jensdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jenna Jensdóttir (24. ágúst 1918 - 6. mars 2016) var íslenskur kennari og barnabókahöfundur. Eftir hana liggur fjöldi barna- og unglingabóka, þekktastar af þeim eru ­Öddubæk­urn­ar.[1]

Jenna fæddist að Læk í Dýrafirði og foreldrar hennar voru hjónin Ásta Sóllilja Kristjánsdóttir (1892-1936) húsmóðir og Jens Guðmundur Jónsson (1890-1976) bóndi og kennari. Eiginmaður Jennu var Hreiðar Stefánsson (1918-1995) kennari og rithöfundur. Þau eignuðust tvo syni.

Eftir að Jenna fór að heiman var hún vinnukona í Stykkishólmi um skeið en hélt síðan til Reykjavíkur og hóf nám við Kennaraskólann og nam þar frá 1940-1942. Hún hætti námi en tók upp þráðinn síðar og lauk kennaranáminu árið 1963.[2] Árið 1942 stofnaði hún ásamt manni sínum Hreiðarsskóla á Akureyri og starfaði við hann til ársins 1963. Hún var kennari við Barnaskóla Akureyrar 1962-1963 og kennari við Langholtsskóla frá 1963-1984. Hún kenndi einnig um skeið við Barnaskóla Garðabæjar og við Námsflokka Reykjavíkur. Frá 1974-2001 var Jenna bókmenntagagnrýnandi og greinahöfundur við Morgunblaðið.[3]

Jenna var barnung þegar hóf skriftir og þegar hún var sextán ára gömul höfðu skrif hennar birst á prenti.[2]Jenna og Hreiðar eiginmaður hennar voru höfundar 24 bóka fyrir börn og unglinga. Þeirra þekktastar eru Öddubækurnar svokölluðu en þær urðu sjö talsins. Þau hjónin voru bæði skráð sem höfundar Öddubókanna en Jenna sagði síðar í viðtali að hún hafi skrifað þær ein. Þau hjón hafi alltaf skrifað í sitthvoru lagi en þau hafi ákveðið að setja nöfn þeirra beggja á bækurnar því þau hafi hugsað með sér að barnaskólinn þeirra, Hreiðarsskóli kynntari ef bækurnar væru einnig merktar Hreiðari.[2]

Bækur Jennu og Hreiðars

[breyta | breyta frumkóða]

1944 - Skógarævintýri

1946 - Adda

1947 - Adda og litli bróðir

1948 - Sumar í sveit

1948 - Adda lærir að synda

1949 - Adda kemur heim

1950 - Adda í kaupavinnu

1951 - Adda í menntaskóla

1952 - Adda trúlofast

1955 - Bjallan hringir

1956 - Snorri

1958 - Snjallir snáðar

1960 - Litli læknissonurinn

1961 - Vaskir vinir

1965 - Það er leikur að lesa

1966 - Bítlar eða bláklukkur

1967 - Stelpur í stuttum pilsum

1968 - Stúlka með ljósa lokka

1969 - Óskasteinn á tunglinu

1970 - Blómin í Bláfjöllum

1974 - Blómin anga

1976 - Jón Elías

Aðrar bækur eftir Jennu:

[breyta | breyta frumkóða]

1975 - Engispretturnar hafa engan konung (ljóð)

1993 - Ásta Sóllilja

1998 - Svipur daganna[4]

Viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]

Jenna hlaut fjölmargar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Hún og Hreiðar maður hennar hlutu verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur árið 1973 og verðlaun Rithöfundasambands Íslands og Ríkisútvarpsins árið 1974. Jenna hlaut viðurkenningar úr Rithöfundasjóði Íslands árin 1979, 1987 og 1995. Jenna hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins árið 2011[2] og árið 2015 var hún heiðruð sérstaklega á Menningarhátíð Seltjarnarness en Jenna var búsett þar síðustu æviár sín.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Andlát: Jenna Jensdóttir rithöfundur“. www.mbl.is. Sótt 22. nóvember 2023.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Visir.is, „Hef alltaf verið með góðu fólki“ (skoðað 7. ágúst 2019)
  3. 3,0 3,1 Mbl.is, „Andlát: Jenna Jensdóttir rithöfundur“ (skoðað 6. ágúst 2019)
  4. Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn J-Ö bls. 428, (Reykjavík, 2003)