Fara í innihald

Jeffrey Donovan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Jeffrey T. Donovan)
Jeffrey Donovan
Jeffrey Donovan
Jeffrey Donovan
Upplýsingar
FæddurJeffrey T. Donovan
11. maí 1968 (1968-05-11) (56 ára)
Ár virkur1995 -
Helstu hlutverk
Michael Westen í Burn Notice
Dave Creegan í Touching Evil
William Ivers í Crossing Jordan

Jeffrey Donovan (fæddur Jeffrey T. Donovan, 11. maí 1968) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Burn Notice, Touching Evil, Crossing Jordan og Changeling.

Donovan er fæddur og uppalinn í Amesbury, Massachusetts. Hann stundaði nám við Bridgewater State háskólann áður en hann flutti sig yfir í Massachusetts Amherst háskólann þaðan sem hann útskrifaðist með BA-gráðu í leiklist. Útskrifaðist hann síðan með MFA-gráðu í leiklist við Tisch School of the Arts frá New York-háskólanum.

Donovan hefur stundað bardagalistir í um 20 ár og hefur svarta beltið í Karate.[1]

Donovan hefur komið fram í leikritum á borð við A View from the Bridge, Troilus and Cressida, The Glory of Living og Freedomland.

Leikstjórn

[breyta | breyta frumkóða]

Donovan leikstýrði Burn Notice þættinum Made Man árið 2010. Einnig leikstýrði hann Burn Notice sjónvarpsmyndinni Burn Notice: The Fall of Sam Axe árið 2011.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Donovan var árið 1995 í Homicde: Life on the Street. Kom hann síðan fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Spin City, CSI: Miami, Monk og Law & Order. Árið 2004 þá var honum boðið hlutverk í Touching Evil sem David Creegan en lék aðeins í 12 þáttum áður en framleiðslu var hætt.

Dononvan lék fyrrverandi njósnarann Michael Westen í Burn Notice frá 2007-2013, þegar hætt var við framleiðslu á þættinum.[2]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Donovan var árið 1995 í Throwing Down. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Sleepers, Bait, Purpose, Hitch og Changeling.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1995 Throwing Down Pete Gulley
1996 Sleepers Henry Addison
1997 Vegas Vacation Hótel starfsmaður óskráður á lista
1997 Catherine's Grove Thomas Mason
2000 Bait Julio
2000 Book of Shadows: Blait Witch 2 Jeffrey Patterson
2002 Purpose Robert Jennings
2004 Sam & Joe Eric
2005 Hitch Vance Munson
2006 Come Early Morning Cal Percell
2006 Believe in Me Clay Driscoll
2007 Final Draft Pascal sem Jeff Donovan
2008 Hindsight Paul
2008 Changeling Kapteinn J.J. Jones
2011 J. Edgar Robert Kennedy
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1995 Homicide: Life on the Street Miles Dell /Newton Þáttur: Thrill of the Kill
1996 Critcal Choices Randy Sjónvarpsmynd
1997 Millennium Bobby Webber Þáttur: The Wild and the Innocent
1997 Another World Dwayne „Popper“ Collins ónefndir þættir
1997-1998 The Pretender Kyle 3 þættir
1998 Witness to the Mob Alríkisfulltrúi nr. 1 Sjónvarpsmynd
1998 When Trumpets Fade Pvt. Robert „Bobby“ Miller Sjónvarpsmynd
1999 Spin City Tom 2 þættir
2000 The Beat Brad Ulrich ónefndir þættir
2002 Witchblade Daniel Germaine Þáttur: Lagrimas
2004 Touching Evil Rannsóknarfulltrúinn Dave Creegan Sjónvarpsmynd
2004 Touching Evil Rannsóknarfulltrúinn Dave Creegan 12 þættir
2005 CSI: Miami Todd Kendrick Þáttur: Nothing to Lose
2006 Enemies ónefnt hlutverk Þáttur: Pilot
2006 Threshold Dr. Julian Sloan Þáttur: Vigilante
2006 Yes, Dear Aðdáandi nr. 2 Þáttur: The Limo
2006 Monk Steve Wagner Þáttur: Mr. Monk and the Astronaut
1995-1997 Law & Order Edward Nicodos/Jacob Reese 2 þættir
2007 Crossing Jordan William Ivers 5 þættir
2011 Burn Notice: The Fall of Sam Axe Michael Westen Sjónvarpsmynd
2007 – til dags Burn Notice Michael Westen 85 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Method Fest

  • 2003: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Sam & Joe.

Teen Choice-verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur sem besti leikari í spennuþætti fyrir Burn Notice.
  • 2010: Tilnefndur sem besti leikari í spennuþætti fyrir Burn Notice.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ævisaga Jeffrey Donovan á IMDB síðunni
  2. „Burn Notice: USA TV Series Ending (Official)“. Sótt 10. maí 2013.