Jeffrey Donovan
Jeffrey Donovan | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Jeffrey T. Donovan 11. maí 1968 |
Ár virkur | 1995 - |
Helstu hlutverk | |
Michael Westen í Burn Notice Dave Creegan í Touching Evil William Ivers í Crossing Jordan |
Jeffrey Donovan (fæddur Jeffrey T. Donovan, 11. maí 1968) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Burn Notice, Touching Evil, Crossing Jordan og Changeling.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Donovan er fæddur og uppalinn í Amesbury, Massachusetts. Hann stundaði nám við Bridgewater State háskólann áður en hann flutti sig yfir í Massachusetts Amherst háskólann þaðan sem hann útskrifaðist með BA-gráðu í leiklist. Útskrifaðist hann síðan með MFA-gráðu í leiklist við Tisch School of the Arts frá New York-háskólanum.
Donovan hefur stundað bardagalistir í um 20 ár og hefur svarta beltið í Karate.[1]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]Donovan hefur komið fram í leikritum á borð við A View from the Bridge, Troilus and Cressida, The Glory of Living og Freedomland.
Leikstjórn
[breyta | breyta frumkóða]Donovan leikstýrði Burn Notice þættinum Made Man árið 2010. Einnig leikstýrði hann Burn Notice sjónvarpsmyndinni Burn Notice: The Fall of Sam Axe árið 2011.
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sjónvarpshlutverk Donovan var árið 1995 í Homicde: Life on the Street. Kom hann síðan fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Spin City, CSI: Miami, Monk og Law & Order. Árið 2004 þá var honum boðið hlutverk í Touching Evil sem David Creegan en lék aðeins í 12 þáttum áður en framleiðslu var hætt.
Dononvan lék fyrrverandi njósnarann Michael Westen í Burn Notice frá 2007-2013, þegar hætt var við framleiðslu á þættinum.[2]
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndahlutverk Donovan var árið 1995 í Throwing Down. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Sleepers, Bait, Purpose, Hitch og Changeling.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1995 | Throwing Down | Pete Gulley | |
1996 | Sleepers | Henry Addison | |
1997 | Vegas Vacation | Hótel starfsmaður | óskráður á lista |
1997 | Catherine's Grove | Thomas Mason | |
2000 | Bait | Julio | |
2000 | Book of Shadows: Blait Witch 2 | Jeffrey Patterson | |
2002 | Purpose | Robert Jennings | |
2004 | Sam & Joe | Eric | |
2005 | Hitch | Vance Munson | |
2006 | Come Early Morning | Cal Percell | |
2006 | Believe in Me | Clay Driscoll | |
2007 | Final Draft | Pascal | sem Jeff Donovan |
2008 | Hindsight | Paul | |
2008 | Changeling | Kapteinn J.J. Jones | |
2011 | J. Edgar | Robert Kennedy | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1995 | Homicide: Life on the Street | Miles Dell /Newton | Þáttur: Thrill of the Kill |
1996 | Critcal Choices | Randy | Sjónvarpsmynd |
1997 | Millennium | Bobby Webber | Þáttur: The Wild and the Innocent |
1997 | Another World | Dwayne „Popper“ Collins | ónefndir þættir |
1997-1998 | The Pretender | Kyle | 3 þættir |
1998 | Witness to the Mob | Alríkisfulltrúi nr. 1 | Sjónvarpsmynd |
1998 | When Trumpets Fade | Pvt. Robert „Bobby“ Miller | Sjónvarpsmynd |
1999 | Spin City | Tom | 2 þættir |
2000 | The Beat | Brad Ulrich | ónefndir þættir |
2002 | Witchblade | Daniel Germaine | Þáttur: Lagrimas |
2004 | Touching Evil | Rannsóknarfulltrúinn Dave Creegan | Sjónvarpsmynd |
2004 | Touching Evil | Rannsóknarfulltrúinn Dave Creegan | 12 þættir |
2005 | CSI: Miami | Todd Kendrick | Þáttur: Nothing to Lose |
2006 | Enemies | ónefnt hlutverk | Þáttur: Pilot |
2006 | Threshold | Dr. Julian Sloan | Þáttur: Vigilante |
2006 | Yes, Dear | Aðdáandi nr. 2 | Þáttur: The Limo |
2006 | Monk | Steve Wagner | Þáttur: Mr. Monk and the Astronaut |
1995-1997 | Law & Order | Edward Nicodos/Jacob Reese | 2 þættir |
2007 | Crossing Jordan | William Ivers | 5 þættir |
2011 | Burn Notice: The Fall of Sam Axe | Michael Westen | Sjónvarpsmynd |
2007 – til dags | Burn Notice | Michael Westen | 85 þættir |
Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]
|
|
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Method Fest
- 2003: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Sam & Joe.
Teen Choice-verðlaunin
- 2011: Tilnefndur sem besti leikari í spennuþætti fyrir Burn Notice.
- 2010: Tilnefndur sem besti leikari í spennuþætti fyrir Burn Notice.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ævisaga Jeffrey Donovan á IMDB síðunni
- ↑ „Burn Notice: USA TV Series Ending (Official)“. Sótt 10. maí 2013.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Jeffrey Donovan“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. maí 2012.
- Jeffrey Donovan á IMDb
- Leikhúsferill Jeffrey Donovan á Internet Broadway Database síðunni
- Leikhúsferill Jeffrey Donovan á The Internet Off-Broadway Database[óvirkur tengill]