Jarlhettur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Jarlhettur séðar frá Gullfossi.
Stóra Jarlhetta.

Jarlhettur eru röð tæplega 20 móbergstinda við Eystri-Hagafellsjökul í Langjökli. Þær flokkast sem móbergshryggur og urðu til við sprungugos undir jökli. Lengd þeirra er um 14 kílómetrar. Innsta-Jarlhetta er hæst þeirra eða 1050 metrar en Stóra-Jarlhetta (einnig þekkt sem Tröllhetta), 943 metrar, er mest áberandi úr byggð.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Ari Trausti Guðmundsson, Pétur Þorleifsson: Íslensk fjöll. Gönguleiðir á 151 tind. Reykjavík (Mál og Menning) 2004.