Jarðvangur
Jarðvangur (e. geopark) er svæði sem inniheldur merkilegar jarðminjar og kemur þeim á framfæri. Hugtakið jarðvangur er skilgreint af UNESCO - Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Jarðvangar á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
Katla jarðvangur[breyta | breyta frumkóða]
Katla jarðvangur var stofnaður 19. nóvember 2010 og nær yfir sveitarfélögin Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Jarðvangurinn fékk alþjóðlega vottun í september 2011.
Reykjanes jarðvangur[breyta | breyta frumkóða]
Reykjanes jarðvangur var stofnaður 13. nóvember 2012 og nær yfir sveitarfélögin Grindavíkurbæ, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Sveitarfélagið Garð og Sveitarfélagið Voga. Jarðvangurinn hefur sótt um alþjóðlega vottun.