Japönsk heilabólga
Útlit
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/c/c2/Japanese_encephalitis_distribution_2022.png/220px-Japanese_encephalitis_distribution_2022.png)
Japönsk heilabólga er veirusýking í heila sem smitast með moskítóflugum. Smit eru algengust í Suður-, Suðaustur- og Austur-Asíu. Útbreiðsla sjúkdómsins er árstíðabundin og fer eftir því hve mikið er af moskítóflugum.[1] Oftast fylgja lítil eða engin einkenni smiti, en stundum veldur hún heilabólgu[2] með höfuðverk, svima, ógleði, hita, ringlun og flogum.[3] Einkennin koma fram 5 til 15 dögum eftir að smit á sér stað.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Bólusetningar ferðamanna“. Vefur landlæknis. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. mars 2019.
- ↑ „Japanese Encephalitis“. CDC (bandarísk enska). ágúst 2015. Afrit af uppruna á 24 maí 2017. Sótt 29 október 2017.
- ↑ 3,0 3,1 „Symptoms and Treatment“. CDC (bandarísk enska). ágúst 2015. Afrit af uppruna á 17 júní 2017. Sótt 29 október 2017.