Fara í innihald

Jóhannes Kári Kristinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jóhannes Kári Kristinsson fæddur 4. maí 1967 er íslenskur augnlæknir. Jóhannes lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1992, hann útskrifaðist sem augnlæknir frá Duke háskólanum árið 2000 og sérnámi í sjónlagsaðgerðum ári síðar frá sama háskóla. Jóhannes sérhæfir sig í laseraðgerðum og hefur framkvæmt yfir 18000 laseraðgerðir.[1] Jóhannes er kvæntur Ragný Þóru Guðjohnsen dósents í uppeldis og menntunarfræðum við Háskóla Íslands og þau eiga þrjú börn.

  1. „JÓHANNES KÁRI KRISTINSSON“. Augljós. Sótt 31. október 2024.