Fara í innihald

Jóhanna af Auvergne, Frakklandsdrottning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jóhanna af Auvergne.

Jóhanna 1. af Auvergne (8. maí 132629. september 1360) var drottning Frakklands frá 1350, seinni kona Jóhanns 2. Frakkakonungs, sem einnig var seinni maður hennar.

Jóhanna var dóttir Vilhjálms greifa af Auvergne og Boulogne og konu hans Marguerite d'Évreux, systur Filippusar 3., konungs Navarra. Hún erfði greifadæmi föður síns og þegar hún giftist fyrri manni sínum, Filippusi syni Ottós 4., hertoga af Búrgund, um árið 1338, tók hann titilinn greifi af Auvergne. Hann dó 1346 þegar hestur sparkaði í höfuð hans. Þau áttu dótturina Jóhönnu og soninn Filippus, sem fæddur var sama ár og faðir hans dó og erfði hertogadæmið Búrgund eftir afa sinn 1350, en bæði létust á unglingsárum.

Þann 13. febrúar 1349 gekk Jóhanna að eiga Jóhann krónprins Frakklands, sem hafði misst fyrri konu sína í Svarta dauða nokkrum mánuðum áður. Þau átu saman tvær dætur sem dóu ungar. Jóhanna dó 1360 og erfði Filippus sonur hennar hana en dó sjálfur ári síðar og Jóhann konungur, stjúpfaðir hans, erfði þá hertogadæmið Búrgund eftir hann.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]