Járnlunga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Járnlunga frá um 1950

Járnlunga eða stállunga er lækningatæki eða eins konar öndunarvél sem gerir sjúkling sem er í lunganu kleift að anda eðlilega. Þetta lækningatæki var á sínum tíma nauðsynlegt vegna sjúkdóma eins og mænuveiki og eitrana. Járnlunga er ekki lengur notað í nútímalækningum þar sem annars konar öndunaraðstoð er nú í boði og mænuveiki hefur verið útrýmt. Járnlunga virkaði þannig að sjúklingur var inni í nokkurs konar kassa og eingöngu höfuðið fyrir utan. Kassinn var loftþéttur og búið þannig að ekkert loft komst meðfram hálsi sjúklings. Þegar mótor var settur í gang, þrýsti hann lofti frá fýsibelg inn í kassann og loftið þrýsti á brjóstholið. Það lét þá undan, og útöndun hófst. Þá sogar belgurinn loftið til sín inn í kassann og þrýstingur minnkar á brjóstholinu og innöndun hefst.

Stállunga kom til Reykjavíkur 1940 að tilstuðlan nýsjálenska svæfingalæknisins Sir Robert Reynolds Macintosh en hann kom til Íslands sumarið 1939.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]