Fara í innihald

Jákvæð neitunarregla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Jákvæð höfnunarregla)
Þessi grein fjallar um jákvæða neitunarreglu. Um neikvæða neitunarreglu, sjá Modus tollendo tollens.

Jákvæð neitunarregla eða modus ponendo tollens er í rökfræði form gildrar röksemdafærslu. Ekki má rugla modus ponendo tollens saman við modus tollendo tollens eða neikvæða neitunarreglu, sem er yfirleitt kölluð einfaldlega modus tollens.

Ef fullyrt er að önnur hvor tveggja staðhæfinga sé sönn, þá leyfir jákvæð neitunarregla manni að álykta að annar liðurinn sé ósannur ef fullyrt er að hinn sé sannur, en einungis þó ef eðunin í upphaflegu fullyrðingunni um að önnur tveggja staðhæfinga sé sönn er ósköruð.

  • Skarað eða þýðir „og/eða“ þar sem að minnsta kosti annar liðurinn verður að vera sannur en þeir gætu líka báðir verið sannir.
  • Óskarað eða, misgildisaðgerð[1] eða misgildi[1] (stundum nefnt „xor“, stytting á enska heitinu „exclusive or“) þýðir að annar liðurinn verður að vera sannur og hinn ósannir. Báðir liðirnir geta ekki verið samtímis sannir eða samtímis ósannir.

Á íslensku er eða oft tvíræð og óljóst hvort verið er að meina. Miklu munar þó þegar kemur að því að vega og meta röksemdafærslur á borð við neikvæða játunarreglu.

Þessi röksemdafærsla:

Annaðhvort P eða Q.
Ekki P.
Þess vegna Q.

er gild hvor merkingin sem lögð er í orðið „eða“. Hins vegar er eftirfarandi röksemdafærsla einungis gild sé um óskarað eða að ræða:

Annaðhvort P eða Q (en ekki hvort tveggja).
P.
Þess vegna ekki Q.

Hér er jákvæðri neitunarreglu beitt: okkur er kleift að neita Q með því að játa P en þó einungis að því gefnu að um óskarað eða sé að ræða í fyrri forsendunni. Ef um skaraða eðun væri að ræða væri ekkert hægt að álykta af forsendunum tveimur.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 [1][óvirkur tengill]