Fara í innihald

Isekai

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Isekai (á japönsku: 異世界 sem þýðir öðruvísi heimur eða handanheimur) er japönsk bókmenntategund í léttlestrarbókum, manga, anime og tölvuleikjum, þegar fjallað er um persónur sem eru fluttar til annars heims og verða að heyja þar lífsbaráttu og komast af, það getur verið fantasíuheimur, stafrænn heimur, pláneta eða samsíða heimur. Lesendur eða þeir sem fylgjast með (eða spila persónu ef um tölvuleik er að ræða) geta þannig kannað og lært um hinn nýja heim með söguhetjunni.

Hugtakið isekai er upprunnið úr ævintýrum eins og Urashima Tarō. Fyrsta nútíma isekai var skáldsagan Warrior from Another World eftir Haruka Takachiho's og sjónvarpsþættirnir Aura Battler Dunbine eftir Yoshiyuki Tomino.

  • Greinin Isakai á en.wikipedia.org