Álverið í Straumsvík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Isal)
Loftmynd af Álverinu í Straumsvík.

Álverið í Straumsvík (álverið er í daglegu tali starfsmanna nefnt ISAL eða ÍSAL) er hluti af Rio Tinto Alcan sem er álsvið alþjóðlega stórfyrirtækisins Rio Tinto. Ál er framleitt í álverinu með álbræðslu.

Álverið er staðsett í útjaðri Hafnarfjarðar. Búrfellsvirkjun sér álverinu fyrir orku. Álframleiðsla hófst 1969 en álverið var formlega opnað 3. maí 1970. Í byrjun árs 2020 tilkynnti Rio Tinto að framtíðarhorfur álversins væru mjög bágbornar vegna óhagstæðs orkuverðs á Íslandi og lágs verð á áli. Fram kom að búið væri að minnka framleiðslu niður í 85% framleiðslugetu vegna þessa.[1] Starfsleyfi Rio Tinto rennur út 1. nóvember 2020.[2]

Árið 2010 störfuðu hjá álverinu um 450 starfsmenn og var framleiðslugeta þess um 190.000 tonn á ári.

Haustið 2006 og vorið 2007 voru umræður í gangi um stækkun álversins, sem miðaði að því að auka afköstin. Þann 31. mars kusu íbúar Hafnarfjarðar í atkvæðagreiðslu um hvort samþykkja ætti deiliskipulagið sem heimilaði stækkun álversins.[3] Kjörsókn var nokkuð há 76,6 %, 12.747 af 16.647 Hafnfirðinga á kjörskrá kusu. Niðurstöðurnar urðu þær að 6.382 sögðu Nei (50,3%), Já sögðu 6.294 (49,3%) og auðir seðlar og ógildir voru 71. Aðeins munaði 88 atkvæðum að deiliskipulagið hefði verið samþykkt.[4]

Árið 2010 sömdu Rio Tinto Alcan og Landsvirkjun um endurnýjun á orkusamningi til ársins 2036.

Starfsemi[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt fyrirtækinu sjálfu koma flutningaskip með um 30.000 tonn af súráli í hverjum mánuði.[5]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Rio Tinto to review future of ISAL smelter“. 12. janúar 2020.
  2. „Rio Tinto sækir um nýtt starfsleyfi“. 20. ágúst 2020.
  3. „Hafnarfj.: Bæjarráð fundar um Alcan“. Sótt 25. janúar 2007.
  4. „Stækkun álversins hafnað“. 1. apríl 2007. Sótt 3. apríl 2007.
  5. „Framleiðsla“.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.