Ingólfur Arnarson (togari)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ingólfur Arnarson var nýsköpunartogari smíðaður í Bretlandi og keyptur af nýsköpunarráði. Hann var nefndur í höfuðið á Ingólfi Arnarsyni sem talið er að hafi verið fyrsti landnámsmaður Íslands. Hann var seldur sem brotajárn til Spánar árið 1974.

Mikil athöfn var haldin í Reykjavík þegar Ingólfur Arnarson kom í fyrsta sinn að bryggju, 17. febrúar 1947. Við það tækifæri tóku Jóhann Þ. Jósefsson, sjávarútvegsmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, Gísli Jónsson alþingismaður og Guðmundur Ásbjörnsson forseti bæjarstjórnar til máls.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi siglingagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.