Ingólfsstræti 21

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ingólfsstræti 21 er friðað hús sem stendur við Ingólfsstræti í Reykjavík. Húsið er úr steinsteypu og er reist árið 1903. Það er ásamt Bankastræti 6 elsta íbúðarhúsið í Reykjavík sem reist var úr steinsteypu. Fyrsti eigandi hússins var Halldór Þórðarson bókbindari og forstjóri Félagsprentsmiðjunnar. Danskir fagmenn voru fluttir til landsins til að steypa upp húsið og gera skreytingar eins og rósettur og loftlista. Óskar Halldórsson síldarspekúlant bjó lengi í húsinu með fjölskyldu sinni.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]