Fara í innihald

Ingó Árnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ingó Árnason (Ingólfur Níels Árnason)

Ingó Árnason (Ingólfur Níels Árnason) fæddur 23 febrúar 1971, er íslenskur leikstjóri. Hann útskrifaðist frá Ítalska leiklistarháskólanum Accademia Nazionale D’arte Drammatica – Silvio D’Amico í Róm árið 1999, sem leikstjóri með sérhæfingu í óperuleikstjórnun. Hann hefur unnið sem aðstoðarmaður leikstjóra við óperuhúsin í Róm og Palermo. Ingólfur þýddi og leikstýrði fyrstu uppfærlunni á Karíusi og Baktusi eftir T. Egner á Ítalíu. Hjá Íslensku óperunni hefur hann leikstýrt Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini [1], Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart[2], Apótekaranum eftir Haydn[3], Suor Angelica og Gianni Schicchi eftir Puccini[4]., hann starfaði sem fræðslustjóri Íslensku óperunnar í 2 ár[5].

Einnig hefur Ingólfur leikstýrt nokkrum útvarpleikritum hjá Útvarpsleikhúsinu og var tilnefndur til Grímunnar 2006 fyrir leikritið Ómerktur ópus í c-moll eftir Karl Ágúst Úlfsson.

Ingólfur stýrði um árabil leikhópnum MAS sem er leikhópur fólks með þroskahömlun.[6]

Hann hefur leikstýrt Stræti hjá Nemendaleikhúsinu, Ráðalausir menn í Tjarnarbíói og Bugsy Malone hjá Leikfélagi Keflavíkur. Ingólfur var formaður félags leikstjóra í um 2 ár og í stjórn Bandalags íslenskra listamanna. Ingólfur er einn af stofnendum og listrænn stjórnandi leikhópsins Hr.Níels og leikstýrði nýrri íslenskri óperu HEL á Listahátíð 2009 í samstarfi við Íslensku óperuna og CAPUT hópinn.[7]

Leikstjóri

[breyta | breyta frumkóða]
  • Ráðskonuríki (La serva patrona) - Alþýðuópera Íslands
  • Hel eftir Sigurð Sævarsson
  • Cavalleria Rusticana eftir Mascagni
  • Gianni Schicchi og Suor Angelica Óperustudío Íslensku Óperunnar
  • Apótekarinn (Lo Speziale) eftir Haydn Óperustudío Íslensku Óperunnar
  • Brúðkaup Fígarós (Le Nozze di Figaro) eftir Mozart íslenska Óperan
  • Rakarinn frá Sevilla (Il Barbiere di Siviglia) eftir Rossini Íslenska Óperan

Útvarpsleikrit

[breyta | breyta frumkóða]
  • Afmælistertan eftir Kristínu Ómarsdóttur - Útvarpsleikhúsið RÚV, tilnefnt til PRIX EUROPA Best European Radio Drama of the Year 2004
  • Norway,today eftir I.Bauersima - Útvarpsleikhúsið RÚV
  • Ómerktur Ópus í C-moll eftir Karl Ágúst Úlfsson - Útvarpsleikhúsið RÚV
  • Svartir englar eftir Ævar Jósepsson - Útvarpsleikhúsið RÚV

Söngleikir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Bugsy Malone Leikfélag Keflavíkur
  • Ráðalausir menn eftir Siguringa Sigurjónsson
  • Ísland ögrum skorið leikhópurin MAS
  • Hamlet Hamler bygt á leikriti eftir Shakespeare
  • Karíus og Baktur eftir T. Egner - La Corte in Viaggio, Róm, Ítalía

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Rakarinn frá Sevilla“. Íslenska óperan. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júlí 2021. Sótt 5. júlí 2021.
  2. „Brúðkaup Fígarós“. Íslenska óperan. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júlí 2021. Sótt 5. júlí 2021.
  3. „Apótekarinn frumsýndur“. www.mbl.is. Sótt 5. júlí 2021.
  4. „Ungir spreyta sig - Vísir“. visir.is. Sótt 5. júlí 2021.
  5. Okt 3; Fréttir | 0, 2005 |. „Vetrardagskrá Íslensku óperunnar“. Leiklistarvefurinn. Sótt 5. júlí 2021.
  6. „Geymd eintak“. is.valahantverksskola.se. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. júní 2021. Sótt 5. júlí 2021.
  7. Rós, Ragnhildur. „Hel – Gríman“. Sótt 5. júlí 2021.