Ingó Árnason
Ingó Árnason (Ingólfur Níels Árnason) fæddur 23 febrúar 1971, er íslenskur leikstjóri. Hann útskrifaðist frá Ítalska leiklistarháskólanum Accademia Nazionale D’arte Drammatica – Silvio D’Amico í Róm árið 1999, sem leikstjóri með sérhæfingu í óperuleikstjórnun. Hann hefur unnið sem aðstoðarmaður leikstjóra við óperuhúsin í Róm og Palermo. Ingólfur þýddi og leikstýrði fyrstu uppfærlunni á Karíusi og Baktusi eftir T. Egner á Ítalíu. Hjá Íslensku óperunni hefur hann leikstýrt Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini [1], Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart[2], Apótekaranum eftir Haydn[3], Suor Angelica og Gianni Schicchi eftir Puccini[4]., hann starfaði sem fræðslustjóri Íslensku óperunnar í 2 ár[5].
Einnig hefur Ingólfur leikstýrt nokkrum útvarpleikritum hjá Útvarpsleikhúsinu og var tilnefndur til Grímunnar 2006 fyrir leikritið Ómerktur ópus í c-moll eftir Karl Ágúst Úlfsson.
Ingólfur stýrði um árabil leikhópnum MAS sem er leikhópur fólks með þroskahömlun.[6]
Hann hefur leikstýrt Stræti hjá Nemendaleikhúsinu, Ráðalausir menn í Tjarnarbíói og Bugsy Malone hjá Leikfélagi Keflavíkur. Ingólfur var formaður félags leikstjóra í um 2 ár og í stjórn Bandalags íslenskra listamanna. Ingólfur er einn af stofnendum og listrænn stjórnandi leikhópsins Hr.Níels og leikstýrði nýrri íslenskri óperu HEL á Listahátíð 2009 í samstarfi við Íslensku óperuna og CAPUT hópinn.[7]
Leikstjóri
[breyta | breyta frumkóða]Óperur
[breyta | breyta frumkóða]- Ráðskonuríki (La serva patrona) - Alþýðuópera Íslands
- Hel eftir Sigurð Sævarsson
- Cavalleria Rusticana eftir Mascagni
- Gianni Schicchi og Suor Angelica Óperustudío Íslensku Óperunnar
- Apótekarinn (Lo Speziale) eftir Haydn Óperustudío Íslensku Óperunnar
- Brúðkaup Fígarós (Le Nozze di Figaro) eftir Mozart íslenska Óperan
- Rakarinn frá Sevilla (Il Barbiere di Siviglia) eftir Rossini Íslenska Óperan
Útvarpsleikrit
[breyta | breyta frumkóða]- Afmælistertan eftir Kristínu Ómarsdóttur - Útvarpsleikhúsið RÚV, tilnefnt til PRIX EUROPA Best European Radio Drama of the Year 2004
- Norway,today eftir I.Bauersima - Útvarpsleikhúsið RÚV
- Ómerktur Ópus í C-moll eftir Karl Ágúst Úlfsson - Útvarpsleikhúsið RÚV
- Svartir englar eftir Ævar Jósepsson - Útvarpsleikhúsið RÚV
Söngleikir
[breyta | breyta frumkóða]- Bugsy Malone Leikfélag Keflavíkur
Leikrit
[breyta | breyta frumkóða]- Ráðalausir menn eftir Siguringa Sigurjónsson
- Ísland ögrum skorið leikhópurin MAS
- Hamlet Hamler bygt á leikriti eftir Shakespeare
- Karíus og Baktur eftir T. Egner - La Corte in Viaggio, Róm, Ítalía
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Rakarinn frá Sevilla“. Íslenska óperan. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júlí 2021. Sótt 5. júlí 2021.
- ↑ „Brúðkaup Fígarós“. Íslenska óperan. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júlí 2021. Sótt 5. júlí 2021.
- ↑ „Apótekarinn frumsýndur“. www.mbl.is. Sótt 5. júlí 2021.
- ↑ „Ungir spreyta sig - Vísir“. visir.is. Sótt 5. júlí 2021.
- ↑ Okt 3; Fréttir | 0, 2005 |. „Vetrardagskrá Íslensku óperunnar“. Leiklistarvefurinn. Sótt 5. júlí 2021.
- ↑ „Geymd eintak“. is.valahantverksskola.se. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. júní 2021. Sótt 5. júlí 2021.
- ↑ Rós, Ragnhildur. „Hel – Gríman“. Sótt 5. júlí 2021.