Indigó
Útlit
Indigó er vatnsleysanlegt náttúrulegt litarefni sem er fengið úr nokkrum plöntum af ættkvíslinni Indigofera, sérstaklega indigójurt (Indigofera tinctoria). Indigó gefur einkennandi bláan lit sem er til dæmis algengasti liturinn á hefðbundnum gallabuxum. Mest af indigólit sem framleiddur er í dag er gert úr tilbúnu indoxýli fremur en úr jurtum.