Hive
Útlit
(Endurbeint frá IP Fjarskipti)
Hive (IP Fjarskipti ehf.) var þriðji stærsti internetþjónustuaðilinn á Íslandi. Hive vakti upphaflega mikla athygli fyrir það að vera fyrstur íslenskra netþjónustuaðila til að bjóða uppá erlent niðurhal án kvóta. Tengingar sem stóðu til boða hjá Hive voru ADSL, ADSL2, ADSL2+ og ljósleiðaratengingar sem voru ætlaðar fyrir neytendur. Einnig bauð fyrirtækið uppá IP-síma („Hive Netsíminn“) sem var PC í fastlínu-lausn.
Hive bauð einnig uppá heimasíma þjónustu sem notfærir sér VoIP tækni til að flytja símtölin sem að sögn Hive gerði það að verkum að þeir gátu verið með lægri mínútugjöld heldur en hin fjarskiptafyrirtækin.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- http://www.hive.is - Heimasíða Hive