IBM á Íslandi
Útlit
IBM á Íslandi var íslenskt útibú bandaríska tölvurisans IBM. Fyrirtækið var stofnað fyrsta maí 1967[1] og var Ottó A. Michelsen forstjóri þess frá upphafi til ársins 1982.[2] IBM á Íslandi var lagt niður 1992 og rekstur þess tekin yfir af Nýherja[3] og það fyrirtæki rann síðar ásamt öðrum íslenskum hugbúnaðarfyrirtækjum inn í fyrirtækið Origo.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ althingi.is: Ólafur Jóhannesson: Svar við fyrirspurn - 104. mál, starfsemi IBM hér á landi – 17. feb 1976
- ↑ Heimur.is: Ottó A. Michelsen Geymt 30 október 2008 í Wayback Machine
- ↑ nyherji.is: Saga IBM á Íslandi – 5. maí 2008