Fara í innihald

Hveljökull

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mýrdalsjökull
Eiríksjökull
Ísland á gervihnattamynd, stærri hveljöklar sjást greinlegt sem hvítar blettir

Hveljökull er jökull sem myndast hefur á fjalli með sléttum toppi eða lítilli hásléttu. Þannig jöklar eru nokkuð algengir á Íslandi, til dæmis má taka Eiríksjökul og Þórisjökul.

Síðan eru líka til stærri útgáfur, eiginlegir hveljöklar. Þeir verða til þegar margir staðbundnir jöklar vaxa saman með tímanum í víðáttumiklu fjallendi, einkum ef jöklunarmörk lækka mikið á allöngum kuldaskeiðum. Hveljöklar af þessu tagi eru 200-900 m þykkir hérlendis og 160-8200 km2 að flatarmáli. Sá stærsti á Íslandi er Vatnajökull.

Frá ísaskilum efst á hverjum hveljökli skríður ísinn niður á við og fram í jaðrana.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur Jarðfræðilýkill. Reykjavík 2004