Fara í innihald

Hvammstangakirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvammstangakirkja
Hvammstangakirkja
Hvammstangakirkja (30. júní 2007) Mynd: Eysteinn Guðni Guðnason
Almennt
Prestakall:  Breiðabólstaðarprestakall
Núverandi prestur:  sr. Magnús Magnússon
Byggingarár:  1957
Kirkjugarður:  í Kirkjuhvammi
Arkitektúr
Arkitekt:  Guðjón Samúelsson
Efni:  steinsteypa
Kirkjurýmið
Sæti:  160 í kirkjunni
Annað:  Safnaðarheimili 2007

Hvammstangakirkja er sóknarkirkja Hvammstangasóknar og er í Breiðabólstaðarprestakalli. Kirkjan var vígð 21. júlí 1957, en hún var hönnuð af Guðjóni Samúelssyni.Kirkjusmiður var Snorri Jóhannesson smiður á Hvammstanga. Kirkjan stendur ofarlega í þorpinu við Kirkjuveg, sunnan kirkjunar liðast Syrði-Hvammsá í gegnum þorpið.

Byggt var safnaðheimili við kirkjuna og var það vígt árið 2007 á 50 ára afmæli kirkjunar, en safnaðarheimilið er hannað af Haraldi V Haraldssyni arkitekti.

Prestar sem hafa þjónað við Hvammstangakirkju

  • Sr. Gísli H Kolbeins
  • Sr. Pálmi Matthíasson (1977 - 1981)
  • Sr. Guðni Þór Ólafsson
  • Sr. Kristján Björnsson (1989 - 1998)
  • Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson (1998 - 2009)
  • Sr. Magnús Magnússon (2009 - )

Organistar sem hafa þjónað við Hvammstangakirkju

  • Karl Hjálmarsson
  • Ingibjörg Pálsdóttir
  • Helgi Sæmundur Ólafsson
  • Pálína Fanney Skúladóttir