Hvalbakur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvalbakur á skipinu Sichem Princess Marie-Chantal.
Getur líka átt við eyjuna Hvalbak.

Hvalbakur (eða bakki) er þiljur eða hvelfing yfir fremsta hluta skips (fremsta rúmi í bát). Hvalbakur veitir aukið rými í lúkar. Skilrúmið milli vélarrýmis og farþegarýmis í bíl er kallað hvalbakur. Varast ber að rugla saman karlkyns orðinu hvalbakur við hvorkyns orðið hvalbak, sem merkir jökulsorfin klapparbunga.  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.