Hunt the Wumpus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hunt the Wumpus er tölvuleikur sem bandaríski leikjahönnuðurinn Gregory Yob forritaði sem textaleik í BASIC árið 1972. Leikurinn er feluleikur í völundarhúsi þar sem takmarkið er að drepa óvættina, Wumpus. Leikmaðurinn ferðast um völundarhúsið með skipunum eins og „forward“ („áfram“) og „turn left“ („vinstri snú“) og reynir að sjá út frá vísbendingum hvar óvættina er að finna. Hvert herbergi í völundarhúsinu tengist þremur öðrum herbergjum og kortið er eins og hliðarnar á tólfflötungi (engir botnlangar). Í völundarhúsinu eru leðurblökur sem flytja leikmanninn á annan reit af handahófi, hyldýpi og gullmolar. Út frá vísbendingunum á leikmaðurinn að forðast hyldýpi og reyna að lenda ekki í sama herbergi og óvætturin. Þegar leikmaðurinn telur sig vita hvar Wumpus er að finna getur hann skotið ör í þá átt. Ef hann hefur rétt fyrir sér deyr Wumpus og leikurinn er unninn, en ef hann hefur rangt fyrir sér færir Wumpus sig um set.

Kóði leiksins birtist fyrst í tímaritinu People's Computer Company árið 1973. Árið 1980 kom út svart-hvít myndræn útgáfa af leiknum fyrir Texas Instruments TI-99/4A-tölvuna. Þar er Wumpus teiknaður sem stórt höfuð með fætur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.