Hugleikur Gautakonungur
Útlit
Hugleikur (latína: Chlochilaicus, engil-saxneska: Hygelac) er í Bjólfskviðu konungur Gauta.
Líklegt þykir að fyrirmynd Hugleiks í Bjólfskviðu sé sami víkingur og gerði strandhögg á Fríslandi og féll þar fyrir frankverskum hermönnum árið 512 samkvæmt frankverskum annálum.