Hugarkort

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Handskrifað hugarkort

Hugarkort er kort eða tengslamynd sem sýnir tengsl orða, hugtaka, hugmynda eða verkefna miðað við einhverja miðju sem oft er orð eða hugmynd. Hugarkort eru aðferð í námstækni og ýmiss konar hugmyndavinnu og þankahríð, aðferð til að flokka og raða hugmyndum og hugtökum og til að setja hugmyndir fram á myndrænan hátt.

Hugarkort nýtast sem námstækni þannig að nemandi gerir eigin hugarkort til að skilja og muna flókin hugtök. Hugarkort geta nýst í allri hugmyndavinnu svo sem til að greina vandamál og leita að lausnum og sem hjálpartæki við ákvarðanatöku.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Mind maps“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. september 2006.