Hringtorg
Hringtorg er viss tegund af gatnamótum sem felst í því að umferð andstæðra gatna er beint í kringum hringlaga torg (umferðareyju). Hringtorg eru margvísleg og eru til með einni akrein, tveimur eða jafnvel fleirum.[1] Umferðarreglur á Íslandi kveða á um að umferð í hringtorgi eigi réttinn en sé hringtorgið tvíbreitt þá á innri akreinin réttinn. Hringtorg í sinni núverandi mynd voru stöðluð á Bretlandi eftir reynslu á notkun þeirra í Bandaríkjunum en eru núna algeng víða um heim.
Upphaf hringtorga
[breyta | breyta frumkóða]Orðið hringtorg (e. roundabout) á rætur að rekja til upphafs 20. aldarinnar.[1] Í Bandaríkjunum er hugtakið traffic circle notað um gatnamót sem stjórnað er af stöðvunarskyldu, umferðarljósum eða hægri rétti á meðan roundabout er notað sérstaklega um það sem við þekkjum sem hringtorg.[2]
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta hringtorgið í heimi var byggt í Letchworth Garden City árið 1903 í Bretlandi. Upprunalega átti hringtorgið einnig að vera umferðareyja fyrir gangandi vegfarendur.[3][4] Í byrjun 20. aldarinnar voru ýmis hringlaga gatnamót byggð í Bandaríkjunum, sérstaklega í Norð-Austur fylkjunum. Mörg dæmi eru um hringlaga gatnamót eldri en nútíma hringtorg í Bandaríkjunum, til dæmis má nefna þær sem finnast í bænum Atherton í Kaliforníu.[5] Notkun nútíma hringtorga fór að breiðast út á 7. áratugnum þegar settar voru reglur um gerð þeirra til að auka öryggi og til að gera umferð skilvirkari.[6] Öll ný hringtorg í Bretlandi fylgdu þessum reglum frá Nóvember 1966. Helsti munurinn á hringtorgunum og hinum gömlu hringlaga gatnamótum var sá að í hringtorgum hafa bílar sem þegar eru í hringtorginu og þeir sem ætla út úr hringtorginu forgang á komandi umferð. Á gömlu hringlaga gatnamótunum höfðu oft verið sett umferðarljós en það þótti valda ruglingi og miklum biðum og því var hætt að nota þau. Hringtorg voru ekki eins vinsæl í Bandaríkjunum og fóru ekki að sjást að neinu ráði fyrr en á tíunda áratugnum. Árið 2011 voru um það bil 3000 hringtorg í Bandaríkunum og þeim fjölgar stöðugt.[7][8] Fyrsta nútíma hringtorg Bandaríkjanna var byggt árið 1990 í Summerlin í Nevada fylki. Hringtorginu var ekki tekið vel af íbúum á svæðinu.[9] Hringtorg eru mun algengari í Evrópu. Til dæmis hafði Frakkland yfir 30.000 hringtorg árið 2010.[10]
Hringtorg á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Akstur
[breyta | breyta frumkóða]Á vel hönnuðu hringtorgi (e. roundabout) er auðvelt að aka. Meginreglan er sú að sá sem ætlar að beygja út úr torginu á fyrstu gatnamótum, skal undantekningarlaust vera á hægri akrein, það er að segja á ytri akreininni í hringtorginu. Þá er mælt með því að sá sem ætlar að aka framhjá fyrstu gatnamótunum og fara út á öðrum gatnamótum sé alla jafnan einnig á ytri akreininni, þótt ekkert banni honum að fara í innri hring. Ætli ökumenn hins vegar að beygja út úr hringtorgi á þriðju eða fjórðu gatnamótum, skulu þeir fara í innri hring. Ekkert bannar þeim þó að aka í ytri hring, en í mikilli umferð má búast við að þeir valdi truflun og óþægindum fyrir aðra ökumenn haldi þeir sig í ytri akrein fram hjá svo mörgum gatnamótum. Aldrei má skipta um akrein í hringtorgi og á Íslandi er reglan sú að umferð á hringtorgi hefur ávallt forgang fyrir þeim sem eru að aka inn í það.[11][12]
Hringtorg á Íslandi lúta ekki sömu akstursreglum og í öðrum löndum. Réttur á innri hring umfram ytri er aðeins til á Íslandi. Útlendingar á ferð hérlendis, sem aka um tveggja akreina hringtorg, þekkja yfirleitt ekki „íslensku regluna“.[13]
Öryggi
[breyta | breyta frumkóða]Aðalkostir hringtorga í samanburði við aðrar gerðir gatnamóta er að umferðarhraði á hringtorgum er jafnari og minni en á ljósastýrðum vegamótum þar sem að öll ökutæki sem koma að hringtorgi þurfa að hægja á sér til að veita þeim ökutækjum sem eru inni í torginu forgang. Einnig er búið að skipta vinstri- og U-beygjum út fyrir hægribeygjur og því er ákvarðanataka ökumanna auðveldari í hringtorgum. Í hringtorgum eru einnig færri staðir en í öðrum gerðum gatnamóta þar sem umferðarstraumar ökutækja, hjólreiðamanna og gangandi vegfaranda skerast, koma saman eða greinast. Þessir staðir eru kallaðir bágapunktar.
Töluverður munur er á óhöppum sem gerast á ljósastýrðum vegamótum og í hringtorgum. Á ljósastýrðum gatnamótum er algengast að óhöpp gerist í tengslum við vinstribeygjur eða þegar tvö ökutæki skella hornrétt saman. Aftur á móti eru fyrrnefndu tegundir óhappa ekki til staðar í hringtorgum. Á hringtorgum eru flest óhöpp hliðarárekstrar sem verða á milli ökutækja sem stefna nokkurn veginn í sömu átt og eru nánast á sama hraða. Þessi óhöpp eru að jafnaði ekki eins alvarleg og óhöpp á öðrum gerðum gatnamóta, í flestum tilfella er um eignatjón að ræða.
Árið 2003 var birt rannsókn [13] á umferðaröryggi hringtorga á Íslandi. Í henni kemur fram að flest umferðaróhöpp sem gerast í hringtorgum voru af sama toga og tíðkast erlendis. Þar tíðkast að flest óhöpp gerist þegar ökutæki aka inn í hringtorg á önnur ökutæki í hringtorginu eða þegar ekið er á kyrrstætt ökutæki. Í rannsókninni kemur einnig fram að skoðuð voru óhöpp á 11 hringtorgum í Reykjavík, alls 491 umferðaróhöpp. Af þeim var 471 umferðaróhapp með eignartjóni, 13 óhöpp með minniháttar meiðslum, 6 óhöpp með meiriháttar meiðslum og eitt dauðaslys. Þessar niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir þ.e.a.s. að þau óhöpp sem verða á hringtorgum eru oftast ekki alvarleg.
Lög og reglur um hringtorg á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Í núverandi umferðarlögum er aðeins minnst á hringtorg á einum stað, eða í l. nr. 50/1987[14] 28. gr. 8. mgr. en þar segir:
"Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því: [...] á hringtorgi, [...]"
Að öðru leiti gilda þær lagagreinar Umferðarlaganna[14] er varða akbrautir, akreinar, umferðareyjar, umferðarmerki, umferðamerkingar, vegamót og vegi um það hvað má og hvað má ekki í og við hringtorg.
Hringtorg eru vegamót.
[breyta | breyta frumkóða]l. nr. 50/1987[14] 2. gr. "[...] Vegamót: Þar sem vegir mætast eða skerast eða vegur greinist. [...]"
Gangandi vegfarendur hafa rétt til þess að fara yfir akbrautir sem tengjast við hringtorg ef gangbraut er ekki nálægt á þeirri akbraut.
[breyta | breyta frumkóða]l. nr. 50/1987[14] 12. gr. 1. mgr.: "Gangandi vegfarandi, sem ætlar yfir akbraut, skal hafa sérstaka aðgát gagnvart ökutækjum, sem nálgast. Hann skal fara yfir akbrautina án óþarfrar tafar."
l. nr. 50/1987[14] 12. gr. 2. mgr.: "Þegar farið er yfir akbraut skal nota gangbraut, ef hún er nálæg. Sama á við um göng og brú fyrir gangandi vegfarendur. Að öðrum kosti skal ganga þvert yfir akbraut og að jafnaði sem næst vegamótum."
l. nr. 50/1987[14] 26. gr. 1. mgr.: "Ökumaður, sem mætir eða ekur fram hjá gangandi vegfaranda, skal gefa honum tíma til að víkja til hliðar og veita honum nægilegt rými á veginum."
l. nr. 50/1987[14] 26. gr. 4. mgr.: "Við beygju á vegamótum má ökumaður ekki valda gangandi vegfaranda, sem fer yfir akbraut þá, sem beygt er inn á, hættu eða óþægindum. [...]"
Ökumönnum ber skylda til að aka nægilega hægt miðað við aðstæður við og á hringtorgum.
[breyta | breyta frumkóða]l. nr. 50/1987[14] 36. gr. 2. mgr.: "Sérstök skylda hvílir á ökumanni að aka nægilega hægt miðað við aðstæður: [...] c. við vegamót og í beygjum,"
Stefnuljós ber að nota þegar þegar ekið er inn í og út úr hringtorgum og þegar farið er yfir akrein sem liggur út úr hringtorgi.
[breyta | breyta frumkóða]l. nr. 50/1987[14] 31. gr. 2. mgr.: "Ökumaður, sem ætlar að aka frá brún vegar, beygja, snúa eða skipta um akrein, skal gefa merki öðrum til leiðbeiningar. Sama á við um akstur til hliðar á vegi, nema um óverulega breytingu á akstursstefnu sé að ræða. Merkið skal gefa með stefnuljósi, þegar ökutækið skal búið slíku ljósi, en annars með því að rétta út hönd."
l. nr. 50/1987[14] 31. gr. 4. mgr.: "Merki skv. 2. [...] mgr. skal gefa tímanlega og á greinilegan og ótvíræðan hátt, áður en stefnu ökutækis er breytt, snögglega dregið úr hraða þess eða það er stöðvað. Merkjagjöf skal hætt, þegar hún á ekki lengur við."
l. nr. 50/1987[14] 31. gr. 5. mgr.: "Merkjagjöf leysir ökumann ekki undan varúðarskyldu."
Biðskylda þegar farið er inn í hringtorg
[breyta | breyta frumkóða]Hægri-réttur gildir um bíla sem koma samtímis að hringtorgi, en á sitthvorri akreininni.
[breyta | breyta frumkóða]Allar akreinar inn í hringtorg á Íslandi eru merktar annarsvegar með biðskyldumerki og hinsvegar með biðskyldumerkingu þvert á akbraut við inngang hringtorgsins.([15]bls. R-10 og bls R-13)
l. nr. 50/1987[14] 5. gr. 1. mgr.: "Vegfarandi skal fara eftir leiðbeiningum um umferð, sem gefnar eru með umferðarmerkjum, umferðarljósum eða hljóðmerkjum eða öðrum merkjum á eða við veg, sbr. 84. gr. Leiðbeiningar þessar gilda framar almennum umferðarreglum."
l. nr. 50/1987[14] 25. gr. 1. mgr.: "Ökumaður skal hafa sérstaka aðgát við vegamót."
l. nr. 50/1987[14] 25. gr. 2. mgr.: "Ökumaður, sem ætlar að aka inn á eða yfir veg, skal veita umferð ökutækja á þeim vegi úr báðum áttum forgang, ef það er gefið til kynna með umferðarmerki um biðskyldu eða stöðvunarskyldu."
l. nr. 50/1987[14] 25. gr. 4. mgr.: "Þegar ökumenn stefna svo, að leiðir þeirra skerast á vegamótum, opnum svæðum eða svipuðum stöðum, skal sá þeirra, sem hefur hinn sér á hægri hönd, veita honum forgang."
l. nr. 50/1987[14] 25. gr. 5. mgr.: "Ökumaður, sem á að veita öðrum forgang, skal gefa greinilega til kynna, að hann muni veita forgang með því að draga úr hraða í tæka tíð eða nema staðar. Hann má því aðeins aka áfram, að það sé unnt án hættu eða óþæginda fyrir önnur ökutæki miðað við, hvar þau eru á vegi, hver fjarlægð þeirra er og hraði."
l. nr. 50/1987[14] 84. gr. 1. mgr.: "[Ráðherra] setur reglur [sjá Rg. 289/1995] um gerð og notkun umferðarmerkja, umferðarljósa og hljóðmerkja og annarra merkja á eða við veg til stjórnunar á eða leiðbeiningar fyrir umferð, svo og hvað þau tákna."
l. nr. 50/1987[14] 84. gr. 2. mgr.: "Víkja má frá almennum umferðarreglum með merkjum skv. 1. mgr."
Rg. nr. 289/1995[16] 3. gr. 12. mgr.: "A06.11 Biðskylda."
Rg. nr. 289/1995[16] 3. gr. 13. mgr.: "Merki þetta ber að nota við vegamót þar sem ökumönnum ber að veita umferð á vegi sem ekið er inn á eða yfir forgang."
Rg. nr. 289/1995[16] 3. gr. 14. mgr.: "Ef ástæða þykir til að vara sérstaklega við að framundan sé bið-eða stöðvunarskylda, má setja merkið upp áður en komið er að vegamótum. Þá er notað undirmerki til að tilgreina fjarlægð, J01.11 fyrir biðskyldu en J42.11 fyrir stöðvunarskyldu."
Rg. nr. 289/1995[16] 28. gr. 1. mgr.: "Biðskyldumerking (M12) er röð þríhyrninga þvert á akbraut. Hún sýnir frá hvaða stað á akbrautinni ökumaður hefur biðskyldu við vegamót. Breidd biðskyldumerkingar skal vera 300-600 mm."
[15] bls. R-10 og R-13, Reglur um merkingu hringtorga: "Við akbraut að hringtorgi í hægra horni 2 - 6 m frá hringtorgi skulu vera merkin A06.11 og C12.11"
Ekið skal til hægri inn í hringtorg.
[breyta | breyta frumkóða]l. nr. 50/1987[14] 14. gr. 4. mgr.: "Aka skal hægra megin við umferðareyju o.þ.h., sem komið er fyrir á akbraut. Þó má aka vinstra megin, ef það er gefið til kynna með merki eða ekið er á akbraut með einstefnuakstri."
Framúrakstur er bannaður rétt áður en komið er að hringtorgi.
[breyta | breyta frumkóða]Framúrakstur er bannaður á hringtorgum.
[breyta | breyta frumkóða]l. nr. 50/1987[14] 22. gr. 1. mgr.: "Eigi má aka fram úr öðru ökutæki rétt áður en komið er að vegamótum eða á þeim. [Textinn sem kemur hér á eftir útskýrir m.a. að bíll á hægra akrein megi fara fram úr og út úr hringtorginu/vegamótunum þegar bíl á vinstri akrein er stefnt áfram til vinstri.] Heimilt er þó að aka fram úr öðru ökutæki ef skilyrði til framúraksturs eru að öðru leyti fyrir hendi og
a. ökutækin eru á akbraut með tveimur eða fleiri akreinum í akstursstefnu þeirra,
b. aka skal hægra megin fram úr vegna ökutækis sem beygt er til vinstri,
c. umferð á vegamótum er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum, eða
d. umferð hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegi, sbr. 2. mgr. 25. gr.]"
Á hringtorgum með tvær eða fleiri akreinar skal nota hægri akrein ef beygt er strax til hægri.
[breyta | breyta frumkóða]Á hringtorgum með tvær eða fleiri akreinar má nota hægri eða vinstri akrein ef halda skal beint áfram.
[breyta | breyta frumkóða]Á hringtorgum með tvær eða fleiri akreinar skal nota vinstri akrein ef beygja skal til vinstri.
[breyta | breyta frumkóða]l. nr. 50/1987[14] 15. gr. 1. mgr.: "Ökumaður, sem nálgast vegamót á akbraut með tvær eða fleiri akreinar í akstursstefnu sína, skal í tæka tíð færa ökutæki sitt á þá akrein, sem lengst er til hægri, ef hann ætlar að beygja til hægri, en á þá akrein, sem lengst er til vinstri, ef hann ætlar að beygja til vinstri. Sá, sem ætlar beint áfram, getur notað þá akrein, sem er hentugust með tilliti til annarrar umferðar og fyrirhugaðrar akstursleiðar."
l. nr. 50/1987[14] 15. gr. 2. mgr.: "Ökumaður, sem ætlar að beygja á vegamótum, skal ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu eða óþarfa óþæginda fyrir aðra, sem fara í sömu átt. Hann skal sérstaklega gefa gaum umferð, sem á eftir kemur."
l. nr. 50/1987[14] 15. gr. 3. mgr.: "Við hægri beygju ber að aka sem næst hægri brún akbrautar og skal beygjan tekin eins kröpp og unnt er. Við vinstri beygju skal aka sem næst miðju akbrautar og á akbraut með einstefnuakstri eins nálægt vinstri brún og unnt er. Beygjuna skal taka þannig, að þegar ökutækið kemur út af vegamótunum, sé það hægra megin á akbrautinni, sem beygt er inn á."
l. nr. 50/1987[14] 15. gr. 1. mgr.: "Nú er akbraut, sem beygt er inn á, með tvær eða fleiri akreinar fyrir umferð í sömu akstursstefnu, og skal þá beygjan, þrátt fyrir ákvæði 3. mgr., tekin svo sem hentugast er með tilliti til annarrar umferðar og fyrirhugaðrar akstursleiðar."
Innri hringur hefur forgang á ytri hringi við að komast út úr hringtorgum í þéttbýli.
[breyta | breyta frumkóða]Ytri hringur hefur forgang á innri hringi til þess að halda áfram í hringtorgum í dreifbýli.
[breyta | breyta frumkóða]Bannað er að skipta um akrein á sumum hringtorgum.
[breyta | breyta frumkóða]Athugið að þótt almenna reglan sé sú að innri hringur hafi forgang í hringtorgi þá er það eingöngu vegna vegmerkinga, því samkvæmt vef Vegagerðarinnar þá eiga hringtorg með mörgum akreinum í dreifbýli að hafa aðrar merkingar heldur en hringtorg með mörgum akreinum í þéttbýli (sjá teikningar í [15] bls. R-11 og R-13), hvort sem þannig hringtorg fyrirfinnst á Íslandi eða ekki.
Hringtorg í þéttbýli á Íslandi með tveimur eða fleiri akreinum hafa merkingar þar sem hálfbrotin eða brotin lína liggur frá innri hringnum og út á akbrautir frá hringtorginu. ([15] teikning bls. R-13)
Hringtorg í dreifbýli á Íslandi með tveimur eða fleiri akreinum hafa merkingar þar sem innri hringurinn er óslitin hálfbrotin eða brotin lína. ([15] teikning bls. R-11)
l. nr. 50/1987[14] 5. gr. 1. mgr.: Vegfarandi skal fara eftir leiðbeiningum um umferð, sem gefnar eru með umferðarmerkjum, umferðarljósum eða hljóðmerkjum eða öðrum merkjum á eða við veg, sbr. 84. gr. Leiðbeiningar þessar gilda framar almennum umferðarreglum.
l. nr. 50/1987[14] 84. gr. 1. mgr.: "[Ráðherra] setur reglur [sjá Rg. 289/1995] um gerð og notkun umferðarmerkja, umferðarljósa og hljóðmerkja og annarra merkja á eða við veg til stjórnunar á eða leiðbeiningar fyrir umferð, svo og hvað þau tákna."
l. nr. 50/1987[14] 84. gr. 2. mgr.: "Víkja má frá almennum umferðarreglum með merkjum skv. 1. mgr."
Rg. nr. 289/1995[16] 23. gr. 3. mgr.: "b. Hálfbrotin lína (L21) (línan þrisvar sinnum lengri en bilið) sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka yfir hana og óheimilt nema með sérstakri varúð."
Rg. nr. 289/1995[16] 24. gr. 3. mgr.: "b) Brotin lína (L32) (línan einn þriðji af bilinu) sem gefur til kynna að aka megi yfir hana, enda sé gætt fyllstu varúðar."
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 The New Shorter Oxford English Dictionary. (1993): 2632.
- ↑ U.S. Department of Transportation: Roundabouts: an Informational Guide para 1.5.
- ↑ BBC News (2. nóvember 2004). „Roundabout Magic“. Skoðað 13. maí 2007.
- ↑ „Letchworth Garden City Heritage Foundation. „Sign of the Times". 16. október 2006. Skoðað 14. desember 2006“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. október 2006. Sótt 16. október 2006.
- ↑ http://maps.google.com/maps?q=Atherton,+CA&hl=en&ll=37.475552,-122.194723&spn=0.000613,0.000871&sll=37.339386,-121.894956&sspn=0.88984,1.783905&t=h&z=21
- ↑ „„Frank Blackmore: traffic engineer and inventor of the mini-roundabout". The Times (London). 14. júní 2008. Skoðað 15. júní 2008“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. maí 2010. Sótt 22. apríl 2012.
- ↑ Keh (2010).
- ↑ Geoghegan (2011).
- ↑ „Roselli (2007)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. mars 2012. Sótt 22. apríl 2012.
- ↑ Keh (2010).
- ↑ http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041129115016/us.is/id/1207
- ↑ https://www.youtube.com/watch?v=CNlI2a_g67I]
- ↑ 13,0 13,1 http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Hringtorg_afangaskyrsla/$file/6-02-2002.pdf]
- ↑ 14,00 14,01 14,02 14,03 14,04 14,05 14,06 14,07 14,08 14,09 14,10 14,11 14,12 14,13 14,14 14,15 14,16 14,17 14,18 14,19 14,20 14,21 14,22 14,23 14,24 14,25 14,26 Umferðarlög nr. 50/1987
- ↑ 15,0 15,1 15,2 15,3 15,4 Handbók um Umferðarmerki Rammareglur og ýmsar útfærslur
- ↑ 16,0 16,1 16,2 16,3 16,4 16,5 Reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Geoghegan, Tom (1. júlí 2011). „Is the British roundabout conquering the US?“. BBC website. Sótt 1. júlí 2011.
- Keh, Andreh (18. nóvember 2010). „European Import Has Cars Spinning. Heads, Too.“ New York Times. Sótt 19. nóvember 2010.
- Roselli, Dayna (18. apríl 2007). „Roundabouts“, á lasvegasnow.com. Geymt 26 mars 2012 í Wayback Machine
- The New Shorter Oxford English Dictionary, 2. útgáfa (1993). Oxford: Clarendon Press.