Hreindýr jólasveinsins (Bandaríkin)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hreindýr draga með töfrum sleða bandaríska jólasveinsins samkvæmt þjóðsögum þar í landi svo hann getur flogið. Hefð er fyrir því að hreindýrin séu níu talsins. Í kvæði frá 1823 A Visit from St. Nicholas (betur þekkt sem The Night Before Christmas) eftir bandaríska skáldið Clement C. Moore eru hreindýrin átta talsins, en á millistríðsárunum bættist Rúdolph, rauðnefjaða hreindýrið í flokkinn og hafa hreindýrin verið níu talsins síðan þá.

Nöfn hreindýranna[breyta | breyta frumkóða]

  • Dasher
  • Dancer
  • Prancer
  • Vixen
  • Comet
  • Cupid
  • Donner
  • Blitzen
  • Rudolph

Uppruni sögunnar[breyta | breyta frumkóða]

Nöfn fyrstu átta hreindýranna eru úr kvæði frá árinu 1823. Níunda hreindýrið, Rúdolph, á rætur að rekja til auglýsingaherferðar sem samin var fyrir Montgomery Ward vöruhúsakeðjuna árið 1939. Vöruhúsakeðjan lét semja teiknibók um ævintýrið um Rúdolph. Bókinni var dreift til barna í verslunum þeirra fyrir jólin. Árið 1948 samdi Johnny Marks jólalag um Rúdolph sem hefur öðru fremur borið hróður hinna fljúgandi hreindýra. Fyrsta hljóðritun lagsins er frá 1949 í flutningi Gene Autry.

Sagan af Rúdolph og hreindýrunum fljúgandi er ein vinsælasta jólasaga samtímans, sérstaklega í hinum engilsaxneska heimi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]