Hraunhitaveita

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hraunhitaveita er hitaveita sem nýtir varmaorku úr hrauni sem er að kólna til upphitunar húsa.

Hraunhitaveitan í Vestmannaeyjum[breyta | breyta frumkóða]

Hraunhitaveita var sett upp í Vestmannaeyjum eftir að Heimaeyjargosinu lauk. Í ársbyrjun 1974 setti Sveinbjörn Jónsson upp einfaldan varmaskipti á Eldfellshrauni og lét kalt vatn renna í gegnum hann. Vatnið hitnaði í hrauninu og var leitt inn á hitakerfi húss. Seinni hluta vetrar 1974 var sett upp tilraunahitaveita í Gufugili sem hitaði upp 25 hús auk sjúkrahússins. Árin 1977-78 voru flest hús í Vestmanneyjum tengd hraunhitaveitunni. Eftir því sem hraunið kólnaði varð að virkja ný svæði. Árið 1988 var hætt að nota hraunhitaveituna.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.