Hrappsstaðir í Svarfaðardal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hrappsstaðir í Svarfaðardal

Hrappsstaðir er bær í Svarfaðardal skammt frá Dalvík. Hann stendur á hæð ofan þjóðvegarins. Ofan bæjar eru grónar hlíðar Böggvisstaðafjalls. Niður af bænum eru flatlendar mýrar og flæðilönd á bökkum Svarfaðardalsár. Bærinn er sums staðar nefndur Hrafnsstaðir og ekki er vitað hvort nafnið er upprunalegra. Hans er fyrst getið í Svarfdæla sögu og er víða nefndur í gömlum heimildum. Þar var bænhús í kaþólskum sið. Á Hrappsstöðum er stundaður hefðbundinn blandaður búskapur.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Stefán Aðalsteinsson (1978). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.