Fara í innihald

Hræringur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hræringur kallast spónamatur sem er gerður með því að bæta skyri út í graut, oftast hafragraut en einnig þekktist að nota aðrar grautartegundir, svo sem bygggrjóna, hrísgrjóna-, rúgmjöls- eða fjallagrasagraut. Oftast var notaður kaldur grautur en einnig þekktist að blanda heitum graut saman við skyrið.

Hræringur var mjög algengur matur á Íslandi áður fyrr en sést nú mun sjaldnar. Hann er oft borðaður með mjólk út á, ásamt blóðmör eða lifrarpylsu.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.