Humat ad-Diyar
Útlit
(Endurbeint frá Homat el Diyar)
Ħumāt ad-Diyār (arabíska: حُمَاةَ الدِّيَار, „verðir heimalandsins“) er þjóðsöngur Sýrlands. Ljóðið er eftir sýrlenska skáldið Khalil Mardam Bey og lagið eftir líbanska tónskáldið Mohammed Flayfel. Hann var tekinn upp árið 1938 í kjölfar samkeppni um þjóðsöng handa hinu nýfrjálsa lýðveldi.