Fara í innihald

Holtastaðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Holtastaðakirkja.

Holtastaðir er gamalt höfuðból og kirkjustaður í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu og landnámsjörð Holta Ísröðarsonar, sem nam Langadal ofan frá Móbergi.

Jón Arason biskup eignaðist Holtastaði á 16. öld og þar bjuggu afkomendur hans í rúmar tvær aldir, fyrstur þeirra Jón Björnsson sýslumaður, elsti sonur séra Björns Jónssonar. Nú hefur sama ættin búið á Holtastöðum frá 1863.

Kirkja hefur verið á Holtastöðum frá fornu fari og var hún í bændaeign allt til 1942, þegar hún var afhent söfnuðinum. Núverandi kirkja var reist árið 1892 og vígð 1893. Þar er meðal annars kaleikur sem Jón Björnsson gaf kirkjunni á 16. öld. Úr kirkjunni er Holtastaðaljónið svokallaða, vatnskanna í ljónslíki sem nú er á Þjóðminjasafninu.

Það var Jósafat Jónatansson bóndi á Holtastöðum sem lét byggja kirkjuna og var hún vígð á fermingardegi sonar hans Jónatans J. Líndal.


  • „Holtastaðakirkja 100 ára. Gagnasafn mbl.is, skoðað 9. nóvember 2010“.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.